þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Dagur 259 ár 2 (dagur 624, færzla nr. 338):

Gullkindin verður afhent við hátíðlega athöfn í Ölveri þann 24. Munið þið mæta?

Merkilegt nokk, þá kannaðist ég betur við stöffið sem var tilnefnt til Gullkindarinner en þess sem var tilnefnt til Eddunnar. Samt, sömu bíómyndirnar teljast til þeirra bestu og þeirra verstu. Týpískt.

Íslendingar gera arfaslakar bíómyndir. Ég bendi ykkur bara á krapp eins og "Ingaló", "Nei er ekkert svar", "Blossi 856216 eða whatever" og ja... nokkurnevginn allt annað en Sódómu Rekjavík og "Hrafninn flýgur".

Og íslenskir sjónvarpsþættir... Plöh!

Það var náttúrulega góð tilraun þarna, "Réttur er settur", sem var snilld. Allt annað hefur hinsvegar verið rusl. Afhverju eru þeir einusinni að reyna að herma eftir amerískum grínþáttum með dósahlátri?

Maður kemur inn á bar. Barþjónninn segir:

"Ertu þyrstur?"



Maðurinn svarar:

"Nei, en ég gæti þegið einn bjór."



Fyndið.

Fréttir á stöð 2 hafa líka fengið á sig súrrealískan blæ eftir að þeir settu upp þennan glervegg. Nú getum við horft á fólk ráfa um eða spila kapal í bakgrunninum á meðan fréttamennirnir segja háalvarlegar fréttir af pólitíkusum sem segja ekkert í löngum bunum.

Hvenær fær Þulan á rúv svona glervegg til að standa fyrir framan? Hún getur verið með opið inn á smíðaverkstæði, og við getum horft á menn saga og bora á meðan þulan segir okkur hvað verður á dagskrá í kvöld. Gæti verið flott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli