Dagur 248 ár 2 (dagur 613, færzla nr. 333):
Var að fá sent frá vísi svone eiðublað þar sem mér er boðið að kjósa hverjir eigi að vinna Edduverðlaunin.
Ég er mjög upp með mér, þar sem verðlaunin eru nú nefnd eftir mömmu, þó mótshaldarar ljúgi því að svo sé ekki.
Hitt er verra að ég hef ekki séð neinn af þeim þáttum sem ég á að leggja mat mitt á, og veit varla hverjir þessir leikarar eru heldur.
Því neyddist ég til að segja pass.
Hvað í andskotanum var "Reykjavíkurnætur"? Hvað er "Voksne mennesker"? Ég veit það ekki. Langar reyndar ekki að vita það, af langri og nokkuð uniformly slæmri reynzlu af íslenskri dagskrárgerð:
Ímyndið ykkur bara grátt andlit sem fyllur út í skjáinn, grátt og guggið, hrukkótt og ljótt kvenmannsandlit sem ygglir sig og segir eiithvað súrrealískt, eitthvað svartsýnislegt sem hefur samt ekkert rökrænt við sig.
Það, eða þrjá ófríða menn hlaupa um fáklædda.
Það er íslensk dagskrárgerð.
Ég er farinn út á leigu, takk fyrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli