sunnudagur, desember 25, 2005

Dagur 292 ár 2 (dagur 657, færzla nr. 349):

Jól. Ekki margt um það að segja. Fátt að gera annað en horfa á sjónvarp. Sem er svosem ágætt ef maður hefur aðgang að discovery. Þvílík snilld sem það er. Sá þá henda píanóum upp í loft í gær. Hvaða sniðugu dellu koma þeir með næst?

Jólakökur. Gott að hafa þær. Tilbreyting frá kelloggs og general mills stöffinu í morgunmat. Það og jólaöl. Mig grunar samt að bragðskynið sé eitthvað að breytast. Þetta er ekki eins og það var áður. Læt það samt ekki stoppa mig.

Ég fékk smá nammi í jólagjöf. Og alkóhól frá litlu krökkunum. Gaman af því. Hef þá snakk seinna.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Dagur 289 ár 2 (dagur 654, færzla nr. 348):

Og þá er ég í eyjum. Ég fæ höfuðverk af að sitja og horfa á sjónvarpið svona lengi. Varð að finna mér eitthvað annað uppbyggilegt að gera, svo ég fór að fikta í tölvunni í staðinn.

Það er ágætt að vera í smá fríi.

En hvað nú? Aðgerðarleysi er frekar leiðinlegt, og ég satt að segja neni ekki að gera neitt, alveg sérstaklega ekki að hengja upp jólaskraut. En, hver nennir því svosem? Örfáir geðsjúklingar, vissulega, en í raun fæstir.

Flestir, sýnist mér, pynta sjálfa sig með jólahreingerningum, jólaskreytingum, og jólainnkaupum. Það er eins og þetta fólk viti ekki um hvað hátíðin snýst: jólakökur.

sunnudagur, desember 18, 2005

Dagur 285 ár 2 (dagur 650, færzla nr. 347):

Hjálpum þeim er sagt. Fólk teygir sig í veskið, og gefur hjálpastofnun kirkjunnar og rauða krossinum - sem mun brátt heita "rauða merkið" til þess að vera alveg pólitíkst correct - sinn fimmhundruðkallinn hvorum.

Svo klofar það yfir rónann sem sefur á gangstéttinni til þess að komast í hlýja kaffihúsið sitt, og drekka kaffi sem er næstum jafn dýrt og bjór.

Það líður ekki það ár án þess að minnsta kosti einn róni verði úti. En við hjálpum ekki þeim. Við hjálpum vannærðum börnum í Eþíópíu, fórnarlömbum jarðskjálfta í Kasmír, vatnssósa Súmötrubúum.

Af hverju?

Af sömu ástæðu og fólk í Evrópu og Bandaríkjunum vill vernda hvalina: það er svo vel auglýst.

Kaupið nýja diskinn með alþjóðasönglurunum, því prósenta af verðinu rennur til barna í útlöndum. Kaupið braurist áf tæknihöllinni, til styrktar deyjandi fólki í landi sem heitir nafni sem við getum ekki borið fram. Sjáið mynd af þeim, eru þau ekki ámátleg?

***

Nú byrja fréttir frá fréttastofu N-F-S. Sem er nokkuð asnalegt, því fréttastofan heitir "Nýja Frétta Stofan". Það sem þeir eru að segja er því: Nú byrja fréttir frá fréttastofu nýju fréttastofunnar. Asnalegt.

***

Ópíum, með öðru nafni, er það ekki samt Ópíum?

Sá um daginn hjá þeim, að þeir voru að fárast yfir því að rónar eiga svo auðvelt með að redda sér contalgíni. Hvað með það? Leyfið þeim að taka efnið, fyrst þeir eru svo áfjáðir í það. Seljum efnið hverjum sem vill í kílóavís.

Það þýðir lítið að banna efnið, því það er ekkert hægt að banna efnið. Það er löglegt en á sama tíma ólöglegt. Löglegt, því þetta er besta verkjalyf sem völ er á - þó viss takmörk séu til hvers má nota það - ólöglegt einungis þegar það berst af spítalanum og út á götu. Það sama gildir um amfetamín.

Ánægður dópisti er meinlaus dópisti. Eftir smá stund verður hann dauður dópisti. Annað hvort verður það of stór skammtur eða hjartaáfall sökum vannæringar. Það hefur verið vitað síðan í fornöld að allir sem taka morfín hætta að borða til að hafa meiri tíma til að taka morfín.

Það mun leysa margan vanda: dópistar eru flestir á bótum. Ef efnið er auðfáanlegt, og helst ódýrt, þá hrökkva bæturnar fyrir meira efni, sem þýðir að aumingjans mennirnir þurfa ekki að stela útvarpinu úr bílunum okkar til að selja fyrir efni.

Það sparar líka forvarnakostnað. Í staðinn fyrir að senda út gífurlegt magn bæklinga um áhrif hinna ýmsu lyfja, þá er bara hægt að rölta með alla krakkana niður á Hlemm til að skoða rónana.

Peningana sem sparast má meðal annars nota til að hjálpa þeim sem vilja hætta.

***

Flugvallarmálið:

Þetta er kallað meinloka. Einhver asni hefur bitið í sig einhverja hugmynd, og lætur ekki af henni sama hvað honum er bent á. Hér hefur einhver bitið í sig að flugvöllurinn í RKV sé eitthvert vandamál sem verði að hverfa.

Sem dæmi um vandann bendir hann á hvernig hann teppir umferð.

Flugvöllurinn teppir ekki umferð. Lélegt skipulag stór-Reykjavíkursvæðisins síðan AD 1800 teppir umferð. Þeir hefðu átt að skoða svolítið amerískar borgir. Þær eru flestar byggðar upp sem hnitakerfi, og þannig dreyfist umferðin miklu betur. Það þarf enginn að fara inná einhverja "stofnbraut" til að komast milli bæjarhluta. Það er ekið inn á hraðbrautir til að komast á milli fylkja.

Sem gulrót til að sauðskur almúginn fylgi, er bent á að þetta er dýrasta svæði landsins: 101 svæðið. Þarna væri hægt að reisa fullt af lágreistri byggð og kaffihús.

Allt í lagi. Leyfu þeim það. En á sama tíma mæli ég með að höfuðborgin verði flutt til Egilsstaða. Vonum bara að þeir hafi almennilegt skipulag á sínum enda svo við endum ekki með Borg Hryllingsins þar.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Dagur 281 ár 2 (dagur 646, færzla nr. 346):

Ég var að lesa stúdentablaðið í gær. Rakst á grein þar sem rætt var við menn um skólagjaldið sem Þorgerður katrín og hennar hyski vill ólmt leggja á í Háskólanum.

Annar var með, hinn á móti.

Það sem sá sem var með sem mér þótti undarlegur. Hann virtist trúa því að með því að leggja á skólagjöld væri verið að einkavæða Háskólann, og öll hans orðræða var út frá þeim púnti.

Ég hélt að það ætti bara að hækka innritunargjöldin um nokkurhundruð prósent. Ég hélt ekki að ætti að einkavæða fyrirbærið.

Gæinn sem var á móti skólagjöldunum virtist heldur ekki halda að verið væri að einkavæða háskólann, heldur virtist hann einnig halda að um væri að ræða einungis umtalsverða hækkun á innritunargjaldinu, sem nú er skammarlega hátt með hliðsjón af því að þetta er opinber menntastofnun sem á að vera opin öllum.

Er það virkilega svo að þeir sem eru fylgjandi skólagjöldum halda að verið sé að einkavæða Háskólann? Hvaðan fá þeir þá hugmynd?

Ég veit ekki. Mér virðist illmögulegt fyrir andstæðar fylkingar að ræða saman ef önnur talar á allt öðrum forsendum en hin, og um hliðstæðan en annan hlut. Svona svipað eins og að ræða við ömmu.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Dagur 280 ár 2 (dagur 645, færzla nr. 345):



Myndi vikunnar/mánaðarins: blak kvenna. Þetta er náttúrulega bara til að pirra þá sem álíta að hin eina sanna íþrótt sé fótbolti karla, og það sé það eina sem sjónvarp ætti að bjóða uppá. Ég held því fram að það sé tóm þvæla. Þessi mynd rökstyður það afar vel, enda sjá það allir nema örgustu fótboltamenn að blak kvenna er æðra sport.

Öllu erfiðara er að halda með sínu liði, enda eru þær ekki í mjög efnismiklum búningum. Þær sem eru í einhverju það er að segja.

Hmm...

Já, það er nú þannig, að mínu mati, að sport er betra ef það þarf ekki að halda með liðum eða vera óeðlilega hrifinn af Beckham til að fást til að horfa á það. En það er bara það sem mér finnst. Og ég veit vel að fólk á það til að taka ekki of mikið mark á mér.

Hugsið aðeins út í þetta.

laugardagur, desember 10, 2005

Dagur 277 ár 2 (dagur 642, færzla nr. 344):

Ég lenti einusinni í því að reka hesta. Það var innifalið í starfinu. Ég vann sko á flugvellinum í eyjum, ef einhver man eftir því. Stundum voru nefnilega hestar á vellinum.

Flugmálastjórn þurfti oft að fæla hesta frá flugbrautinni áður en vélar lentu. Og stundum þarf að fara út á braut og reka þaðan húsdýr, bæði hross og kindur. Það er staðreynd.

Rotturnar og mýsnar eru annað mál. Sjáist slík dýr er hringt í meindýraeyðinn. Enginn hefur jafn gaman af rottum og hann. En mýs og rottur skapa litla hættu á vellinum, því þær eru svo lítil fyrirstaða.

Kind hinsvegar, er annað mál. Menn verða varir við þa ef þeir keyra á kind. Það gerðist nefnilega einusinni, að ein af gömlu Fokker 27 vélunum ók á kind. Hausinn skaust 150 metra frá búknum. Blóð sprautaðist enn úr sárinu þegar flugmálastjórn kom að afganginum af hræinu. Það sá ekki á vélinni.

Það breytir því ekki að þessi kind átti alls ekkert að vera þarna. Hugsið ykkur ef það hefði verið hestur. Hestur er 4 sinnum þyngri en kind, og 4 sinnum stærri. Hann hefði getað skemmt eitthvað.

Þið getið hringt í Hannes, spurt hann hvenar það var seinast rolla eða annað húsdýr á brautinni. Nýlega, held ég.

Það eru engar rollur hér í Borg Óttans. Hinsvegar breytir það því ekki að flugvöllurinn hér er í hættu vegna dýra sem eru alveg jafn gáfuð og rollur.

miðvikudagur, desember 07, 2005


Dagur 274 ár 2 (dagur 639, færzla nr. 343):

Um það bil 35% af BA ritgerð til. Þetta verður mjög listræn ritgerð. Heimildir og allt.

***

Hérna: enn eitt prófið sem þið getið tekið ykkur til skemmtunar. Einmitt það sem við þurftum.

Haughty Intellectual
You are 71% Rational, 28% Extroverted, 42% Brutal, and 57% Arrogant.

Your exact opposite is the Schoolyard Bully. (Bullies like to beat up nerds, after all.)

Hmm... Stundum sakna ég hálpartinn þessara vitleysinga. Þessara sem voru ógnvaldar barnaskólans. Þegar ég hugsa til baka þá var afar gaman að berja á þeim. Og það besta af öllu, þeir voru svo miklir þrjótar að öllum var sama. Hvar eru þeir nú?

***

Þarf að fara að vinna. Fá mér kakó í leiðinni, eða kaffi. Ég þarf líklega kaffi, því ég vaknaði óvenju snemma. Mig dreymdi að ég væri búinn að pikka fight við Rómverja. Það var mjög athyglisvert. Ég var ekki með nema svona tíu manns, þeir svona tvöhundruð. Þegar ég vaknaði fór ég að hugsa hve sniðugt hefði verið að hafa riffil við þær aðstæður.



Ágætis riffill.

sunnudagur, desember 04, 2005

Dagur 271 ár 2 (dagur 636, færzla nr. 342):

þá er ég búinn að skrifa 18-20% af BA ritgerðinni. Þarf að finna annaðhvort meiri staðreyndir, eða meira padding. Ég veit það eru fleiri staðreyndir þarna úti. Padding er til eins mikið af og ég nenni að skrifa.

***

Amma er byrjuð í jólaskrautinu. Og hreingerningunum. Hafði prílað upp á borð þegar ég fór. Var líka búin að setja seríu í einn runna. Og er núna með jólaöl. Djöfull er það annars dýrt, þetta jólaöl, hátt í 400 kall fyrir 2.5 lítra. Það er næstum 160 kr lítrinn. Hvað er svona dýrt við þetta?

Þegar ég hugsa til þess að í danmörku kostar dós af bjór um 30kr, og danir fara til Þýskalands til að kaupa ódýrari bjór, þá botna ég ekki í hvað 2.5 lítrar af vangerjuðu öli geta kostað.

Verð að gera mitt eigið næst. Fullgerjað.

***

Og hvað nú? 1 próf eftir. 1 tími eftir. Hmm... hvað geri ég af mér þangað til? Skrifa BA ritgerð, náttúrlega. Verð að finna einhvern til að angra með henni samt. Þetta mun líklega verða mjög undarleg BA ritgerð. Þið mynduð ekki þekkja mig ef það væri einhvernveginn öðruvísi.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Dagur 268 ár 2 (dagur 633, færzla nr. 341):

Ég heyri alltaf öðru hvoru í fréttum eftir að einhver lendir í slysi þennan frasa: "Líðan hans er stöðug."

Og ég hugsa með mér: ef maður er dauður, er þá ekki líðan manns stöðug? Ekki sé ég fyrir mér hve mikið dauði getur sveiflast. Að vísu sá ég um daginn þessa kvikmynd þar sem dauðir ráfuðu um, festust í rúllustigum og margt annað skemmtilegt. Kannski var dauði þeirra ekki stöðugur.

Annað merkilegt röfl heyri ég reglulega: pólitískt þetta og pólitískt hitt.

Ég hef nú fylgst lengi með þessu, og mér hefur sýnst að pólitík þýði á íslensku: Það sem pólitíkusar segja sem miðar að því að bjánar kjósi þá svo þeir haldi völdum, og líka það sem þeir gera til þess að hygla undir kunningja og ættingja rétt eftir kosningar og/eða þegar aðrir taka ekki eftir.

Pólitík snýst ekki um neitt annað.

Samkvæmt því er almenn velferð ekki pólitík, en það er mjög pólitískt að tala um almenna velferð.
(sprengja)---*
Varnir gegn hryðjuverkum er annað sem ég fæ ekki skilið. Og með þessi varðskip sem þeir ætla að láta smíða, hvernig verða þau vörn gegn hryðjuverkum?

Mér er hugsað til atriðisins þarna í Simpsons, þar sem Lísa segir við Hómer: "ég gæti alveg eins sagt að þessi steinn haldi tígrisdýrum í burtu, því að ég sé engin tígrisdýr."

Það var fyrir einum mánuði eða tveimur, að manni var bannað að byggja bílskúr í garði sínum rétt hjá skrifstofum Fosseta líðveldisins, því af honum gæti stafað ógn, jafnvel hryðjuverkaógn.

Mig grunaði nú að þjóðarleiðtogar heims væru skynsamari en svo að þeir færu að príla uppá þak þessa merkis bílskúrs, en ráðamenn virðast halda annað.

Af tilefni hryðjuverkaógnarinnar hef ég falið sprengju í þessum texta.