laugardagur, desember 10, 2005

Dagur 277 ár 2 (dagur 642, færzla nr. 344):

Ég lenti einusinni í því að reka hesta. Það var innifalið í starfinu. Ég vann sko á flugvellinum í eyjum, ef einhver man eftir því. Stundum voru nefnilega hestar á vellinum.

Flugmálastjórn þurfti oft að fæla hesta frá flugbrautinni áður en vélar lentu. Og stundum þarf að fara út á braut og reka þaðan húsdýr, bæði hross og kindur. Það er staðreynd.

Rotturnar og mýsnar eru annað mál. Sjáist slík dýr er hringt í meindýraeyðinn. Enginn hefur jafn gaman af rottum og hann. En mýs og rottur skapa litla hættu á vellinum, því þær eru svo lítil fyrirstaða.

Kind hinsvegar, er annað mál. Menn verða varir við þa ef þeir keyra á kind. Það gerðist nefnilega einusinni, að ein af gömlu Fokker 27 vélunum ók á kind. Hausinn skaust 150 metra frá búknum. Blóð sprautaðist enn úr sárinu þegar flugmálastjórn kom að afganginum af hræinu. Það sá ekki á vélinni.

Það breytir því ekki að þessi kind átti alls ekkert að vera þarna. Hugsið ykkur ef það hefði verið hestur. Hestur er 4 sinnum þyngri en kind, og 4 sinnum stærri. Hann hefði getað skemmt eitthvað.

Þið getið hringt í Hannes, spurt hann hvenar það var seinast rolla eða annað húsdýr á brautinni. Nýlega, held ég.

Það eru engar rollur hér í Borg Óttans. Hinsvegar breytir það því ekki að flugvöllurinn hér er í hættu vegna dýra sem eru alveg jafn gáfuð og rollur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli