Dagur 281 ár 2 (dagur 646, færzla nr. 346):
Ég var að lesa stúdentablaðið í gær. Rakst á grein þar sem rætt var við menn um skólagjaldið sem Þorgerður katrín og hennar hyski vill ólmt leggja á í Háskólanum.
Annar var með, hinn á móti.
Það sem sá sem var með sem mér þótti undarlegur. Hann virtist trúa því að með því að leggja á skólagjöld væri verið að einkavæða Háskólann, og öll hans orðræða var út frá þeim púnti.
Ég hélt að það ætti bara að hækka innritunargjöldin um nokkurhundruð prósent. Ég hélt ekki að ætti að einkavæða fyrirbærið.
Gæinn sem var á móti skólagjöldunum virtist heldur ekki halda að verið væri að einkavæða háskólann, heldur virtist hann einnig halda að um væri að ræða einungis umtalsverða hækkun á innritunargjaldinu, sem nú er skammarlega hátt með hliðsjón af því að þetta er opinber menntastofnun sem á að vera opin öllum.
Er það virkilega svo að þeir sem eru fylgjandi skólagjöldum halda að verið sé að einkavæða Háskólann? Hvaðan fá þeir þá hugmynd?
Ég veit ekki. Mér virðist illmögulegt fyrir andstæðar fylkingar að ræða saman ef önnur talar á allt öðrum forsendum en hin, og um hliðstæðan en annan hlut. Svona svipað eins og að ræða við ömmu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli