Dagur 289 ár 2 (dagur 654, færzla nr. 348):
Og þá er ég í eyjum. Ég fæ höfuðverk af að sitja og horfa á sjónvarpið svona lengi. Varð að finna mér eitthvað annað uppbyggilegt að gera, svo ég fór að fikta í tölvunni í staðinn.
Það er ágætt að vera í smá fríi.
En hvað nú? Aðgerðarleysi er frekar leiðinlegt, og ég satt að segja neni ekki að gera neitt, alveg sérstaklega ekki að hengja upp jólaskraut. En, hver nennir því svosem? Örfáir geðsjúklingar, vissulega, en í raun fæstir.
Flestir, sýnist mér, pynta sjálfa sig með jólahreingerningum, jólaskreytingum, og jólainnkaupum. Það er eins og þetta fólk viti ekki um hvað hátíðin snýst: jólakökur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli