sunnudagur, desember 25, 2005

Dagur 292 ár 2 (dagur 657, færzla nr. 349):

Jól. Ekki margt um það að segja. Fátt að gera annað en horfa á sjónvarp. Sem er svosem ágætt ef maður hefur aðgang að discovery. Þvílík snilld sem það er. Sá þá henda píanóum upp í loft í gær. Hvaða sniðugu dellu koma þeir með næst?

Jólakökur. Gott að hafa þær. Tilbreyting frá kelloggs og general mills stöffinu í morgunmat. Það og jólaöl. Mig grunar samt að bragðskynið sé eitthvað að breytast. Þetta er ekki eins og það var áður. Læt það samt ekki stoppa mig.

Ég fékk smá nammi í jólagjöf. Og alkóhól frá litlu krökkunum. Gaman af því. Hef þá snakk seinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli