fimmtudagur, janúar 05, 2006

Dagur 303 ár 2 (dagur 668, færzla nr. 350):

Nýtt ár...

Og hvað með það?

Fer að gjósa á þessu ári? Mér fannst það vanta á seinasta ári. Of mikið Baugsmál, of lítið eldgos.

Hvað með það þó páfinn hafi hrokkið uppaf? Sá nýi er nógu gamall til að fylgja fast á eftir honum í gröfina. Innan fimm ára, giska ég, í mesta lagi tíu. Páfar, líkt og aðrir menn, eldast og deyja.

Svo komu einhverjir jarðskjálftar, en þair urðu flestir í öðrum, fjarlægum löndum sem koma okkur ekkert við.

Smá óeirðir, smá stríð, en ekkert á íslandi. Það vantar alveg óeirðir hér á skerið. Almennileg átök. Eitthvað sem víkingasveitin ræður ekki við.

Að vísu er á mörkunum að þeir ráði við menn sem ganga um með eitthvað sem lýkist byssu en er í raun ryksugurör, en það er annað mál.

Jú, það var aðeins sprengt í Bretlandi. Ekkert sem vert er að hvarta undan þó, þar sem ég varð ekki fyrir neinum óþægindum sökum þess, og reyndar varla að Bretar hafi fundið mikið fyrir því. Það hefur aldrei verið mikið sprengt í Bretlandi, fáir drepnir. Ekkert í lýkingu við til dæmis það sem hefur gengið á í Þýskalandi eða Póllandi.

Lítill hasar.

Það vantar alvöru stríð. Með tölu látinna uppá nokkrar milljónir. Alvöru bardaga, a la Sevastopol eða Stalingrad. Ekker Bagðdad crap.

Amen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli