Dagur 325 ár 2 (dagur 690, færzla nr. 360):
Ég var að velta fyrir mér:
Er rukkað fyrir kalda vatnið sem kemur úr heitavatns-krananum sem heitt vatn? Það er nefnilega frekar lengi að hitna, tek ég eftir.
***
Ég var að hlusta á fréttir í gær. Þeir voru að segja að margir vel efnaðir menn úr viðskiftalífinu væru að mæta upp á spítala með brjóstverki. Hjartaáföll vegna kókaínneyzlu.
Ég hugsa: er það þess vegna sem þeir þurfa að vera á ofurlaunum? Til að fjármagna neyzluna? Kannski eru þeir með gæja niðri í kjallara sem dundar sér við að framleiða amfetamín? Hver veit? Kannski er það það sem veldur því að húsin þeirra eru dýr: stórir kjallarar undir vafasama gróðurrækt og úrvinnzlu.
Það gæti líka útskýrt nálægð ríkramannahverfa við skólpdælur. þá eru þeir nær áburðinum. Auðvitað... þetta smellur allt saman.
***
Og já...
Amen.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli