Dagur 317 ár 2 (dagur 682, færzla nr. 355):
Ég er að verða búinn með panódilið hennar ömmu. Síðan í fyrradag.
Það hljóp nefnilega einhver ferlegur verkur í bakið á mér, og vill ekki fara.
Þetta er samsæri, það er ég viss um. Alheims-samsæri æðri máttarvalda, sem leggjast gegn því að ég sofa út heila nótt. Ég kæri mig ekkert um að vakna tvisvar á nótt vegna einhverra dularfullra verkja.
Það er ekki eins og ég viti hvað kemur til. Ég hef ekki dottið niður stiga neitt nýlega, ekki snúið harkalega uppá mig eða neitt. Nei, þetta er ekki eins og sárin sem ég fæ oft á hendur og fætur án þess að taka eftir því. Það er nefnilega hugsanlegt að ég reki mig í hluti án þess að verða þess var.
Málið er, að mér dettur ekki í hug neitt sem gæti valdið þessu hjá mér.
Og ég get ekki hugsað um neitt annað. Þarf eitthvað sterkara en panódil.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli