laugardagur, janúar 21, 2006

Dagur 319 ár 2 (dagur 684, færzla nr. 356):

Keypti meira panódil. Neyddist til þess; þarf að borða pillur eins og smarties bara til að líða ömurlega. Betra verður það ekki án þess að fá eitthvað lyfseðilsskylt.

***

Ég held að fólk sem talar í fjölmiðla sé oft mjög vitlaust. Nú seinast rakst ég á í blaðinu að einhver var að halda því fram að niðurstöður prófkjörs væru ólýðræðislegar því svo fátt kvenfólk var kosið.

Ég hélt að það væri lýðræðisleg að kjósa, og hey, ef fólkið vildi ekki þær dömur sem báðu sig fram, þá bara fúlt fyrir þær.

Ólýðræðislegi parturinn af prófkjörum er þegar aðilar bjóða sig fram í tiltekin sæti. "Kjósið Dodda í 1-2 sæti, Patta í 2-4, Lóló í 3-5 og Fífí í 4." Í raun er verið að segja: þetta er uppröðunin sem við, yfirvaldið, viljum. Fáir víkja frá því, enda er fólk alveg afskaplega tamið.

***

Þátturinn "Engið lyktar eins og fjólublár" mun hefja göngu sína í næstu viku. Aðalpersónur verða þunglyndi arkitektinn Mangi Snær, fórnarlambið Höskuldur Freyr, skapvonda ástkonan Eva María, ofvirki krakkinn Máni Ösp, og ofur-alvarlegu rannsóknarlöggurnar Kormákur og Páll Óskar.

Plottið snýst um það að fórnarlambið Höskuldur er næstum myrt, og ofur alvarlegu löggurnar grunar að einhver annar en líklegustu aðilar hafi verið þar að verki. En allt það er aukaatriði því þetta snýst í raun allt um hvort skapvonda ástkonan Eva eða Þunglyndi arkitektinn Mangi fá að halda leiðinlega krakkanum um helgar.

Þættirnir munu að öðru leiti vera Innlit/Útlit með plotti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli