mánudagur, janúar 16, 2006

Dagur 314 ár 2 (dagur 679, færzla nr. 354):

Íslensk dagskrárgerð... *andvarp*

Ég horfði á einhvern ferlegan þátt með afar tyrfnu nafni í gær. Ég missti af plottinu. Horfði í áttina að sjónvarpinu, sá karakterana hreyfast um og allt, en hugurinn reikaði annað.

Þvílíkt gífurlegt hágæða efni, sem heldur manni svona við efnið.

Jæja, það sem ég man var að það var þessi gæji sem var með þennan afspyrnuleiðinlega krakka að láni. Ég veit ekki af hverju. Ég hefði ekki tekið þennan krakka neitt þó ég hefði fengið borgað fyrir það.

Allavega, þessi gæi var Ofur-Plebbinn, eða eitthvað svoleiðis: hann ók Landcrusher jeppa, átti hest, og vann hjá fyrirtæki sem gerði ekkert.

Svo var líke einhver gæi sem datt niður stiga og róni sem leit út eins og vondi kall NR. 4 í japanskri gangstermynd.

Ég vil fá "Réttur er settur" aftur!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli