mánudagur, janúar 09, 2006

Dagur 307 ár 2 (dagur 672, færzla nr. 351):



Jæja, þá er þrettándinn búinn.

Það var leiðindaveður þá. Rok, rigning, akkurat nákvæmlega ekki gott veður til að þvælast úti við einhverja brennu.

Þess vegna nennti ég ekki á neina brennu. Með aldrinum færist yfir mig vit á að gera ekki slíka hluti. Þess í stað held ég mig heima í hlýjunni. Það er nefnilega mín trú, að ef mér er ekki kalt, þá eru meiri líkur á að mér sé hlýtt.

Ég sá að kunningjar mínir tendruðu sér bál í Helgafelli um áramótin. Það var öllu stærra og greinilegra en áður. Næst verða þeir væntanlega með leisersjó. Það verður að minnsta kosti flott ef það verður þoka þá.

Já.

En hvað gerist á árinu? Munum við öll deyja úr hinni ógurlegu fuglaflensu eins og alltaf er verið að hóta okkur? Hver veit?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli