Dagur 24 ár 3 (dagur 754, færzla nr. 391):
Haha! Þarna plataði ég ykkur! 1. Apríl!
Verst mér datt ekkert gott í hug til að láta ykkur hlaupa svolítið. Þið hefðuð nefnilega gott af smá hreyfingu, fitubollurnar ykkar. Jafnvel bara létt rölt út í sjoppu væri til bóta.
Afi gamli gerði það alltaf. Rölti út í búð eftir sígarettum og bakkelsi. Sígarettur og vínarbrauð: lykillinn af langri ævi. En bara ef þið gangið eftir því.
Ekki hef ég efni á að reykja, og ég er ekkert sérlega hrifinn af vínarbrauði. Steik, það er málið. maður á alltaf að byrja daginn á steik segi ég. Ef það er hægt. Ef ekki er til steik, nú, þá verður að borða eitthvað annað. Ef maður borðar ekki morgunmat getur dagurinn orðið sársaukafullur.
Fólk er alltaf að segja að steik sé svo þung í maga. Kjaftæði. það er það auðmeltanlegasta sem hægt er að borða. Að undanskildum vínarbrauðum. Sykur meltist nefnilega að fullu í munninum.
Ég fékk mér pylsur þegar ég vaknaði. Það var ágætt. Verst að pylsur eru 3. flokks kjöt. Aðeins skör ofar kjötbollum, sem eru unnar úr 4. flokks kjöti. Bjúgu, líka eru unnar úr 4. flokks kjöti.
Hundamatur er líka úr frekar vafasömum efnum. veit ekki hvort það er allt 4. flokks samt. Í Kína er það lostæti. Það er víst ódýrara og öruggara að gera þetta svona.
Mér verður hugsað til Svía. Svíar eru undarlegt fólk, til dæmist voru þeir með þeim fyrstu til að nýta lík til orkuframleiðzlu. Mér dettur í hug að þeir verði fyrsta þjóðin á vesturlöndum sem nýtir lík til manneldis. Ja, það væri þó vissulega mannamatur. Við erum öll það sem við borðum, er það ekki?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli