mánudagur, apríl 24, 2006

Dagur 47 ár 3 (dagur 777, færzla nr. 402):

Síðasta vörn okkar gegn hinni ógnvænlegu fuglaflensu er komin fram á sjónarsviðið: Ofurkötturinn!

Hann flýgur um himininn og nær í fuglana áður en þeir geta lent á jörðinni og dreyft banvænum vírusum um allar jarðir.

Já, allir kettir vildu vera ofurkötturinn. Geta flogið á eftir fuglunum, geta komist inn um glugga á þessum nýmóðins sléttu byggingum til að sníkja mjólk, geta gert loftárásir á hunda. Já, það væri allt annað líf að vera ofurköttur.

***

Allt þetta tal um ketti mynnir mig á nokkuð. Hafiði séð kattarmatarauglýsinguna með bláa kettinum? Hvaðan koma svona bláir kettir? Hvernig stendur á því að ég hef aldrei séð neinn? Gæti Friskies valdið þessu? Ef ég borða Friskies, verð ég þá blár?

Sem færir mig að öðru: ef svertingjar eru kallaðir blámenn, hvað getur maður þá kallað menn sem eru bláir? Rauðskinna?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli