föstudagur, apríl 21, 2006

Dagur 44 ár 3 (dagur 774, færzla nr. 400):

Vinna vinna vinna.... verð líklega hjá Flytjanda aftur í sumar. Þarf þá væntanlega að finna íbúð. veit ekki hve lengi, en giska á á milli 3 mánuði eða 2 ár. Fer eftir ýmsum breytum. Og til þess þarf óneitanlega smá pening. Aðeins meira en 100.000 kall á mánuði. Hjá Flytjanda er ég með skattkort, svo í það heila ætli ég borgi þá ekki 30-40% í skatt, vs 80% eins og allir aðrir. (Já, ímyndiði ykkur bara að það sé eitthvað minna.)

Mig vantar svona fjármagnstekjur. Maður borgar bara 10% af þeim. Ég er að vinna í því. Það gengur hálf illa því ég hef smá útgjöld. Það líður að því að ég kem út í mínus. Sé til í sumar hvernig það á eftir að fara.

Mér finnst einhvernvegin eins og flugsamgöngur séu eitthvað að hrörna. Einusinni var flogið til eyja allt að 4 sinnum á sólahring, með Fokker frá RKV. Núna er gott ef það er flogið tvisvar, með Dornier. Úr 50 sætum 4 sinnum á dag, niður í 19 sæti 2 á dag. Svei.

Svo eru þessir asnar enn með þá meinloku að færa flugvöllinn einhvert út á land. Og ég veit að þeir eru fífl því amma tekur mark á þeim. (Hún er fyrirtaks bullshit-detector. Ef Amma heldur það, er það vitleysa).

Svo er þetta drasl af háaloftinu. Ég veit að kristín og Guðni vilja hirða eitthvað af þessu. Nanna bjó sér til hrúgu. Hólmfríður Bassa á 2-3 kassa. Það má sennilega kveikja í þeim. Ég veit ekki með allt hitt. Pakkið mitt skildi allt þetta eftir á ganginum. Mjög svo kurteisleg hegðun gagnvart öðrum íbúum. Og svo fussa þau og sveia í kór þegar afkvæmunum kemur illa saman við annað fólk...

Ég segi ykkur eins og er, kæru foreldrar, ég hegða mér bara alveg eins og þið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli