Dagur 30 ár 3 (dagur 760, færzla nr. 394):
Ferðalög. Tómt vesen. Sérstaklega þegar mamma kemur eitthvað þar nálægt. Mig grunar að það verði ófært á morgun, byggt eingöngu á því að mamma pantaði flugið undir mig og hún vill að ég sé á ferðinni.
Veður og vindar virðast nefnilega snúast svolítið um hana: ef hún vill ferðalög, skiftir engu máli hvort það eru hennar eða annarra, þá kemur eitthvað veður og hindrar það. Þannig hefur það alltaf verið.
***
Það var nýr gæi að byrja í vinnunni í gær, og ég lenti í að þurfa að útskýra fyrir honum hvernig þetta allt virkaði. Þetta er ekki flókið mál, ég segi það ekki, en það hringdu ákveðnar viðvörunarbjöllur strax þegar ég heyrði að þessi pési he3fði misst leyfið í nokkra mánuði.
Hmm... afhverju ætli það hafi verið?
Jæja. Ekki batnar ástandið mikið þegar pésinn mætir. Ég sýni honum pakkana, og bendi honum á að aðstoða mig aðeins við þetta. Hann gerir það, enda ekki flókið. Allt í lagi, hugsa ég, hann getur lært þetta. Þetta ætti að vera einfalt.
En svo þegar hann er búinn, þá hverfur hann, og kemur aftur svona hálftíma seinna. Það var mjög í anda Þrastar Johnsen. Að vísu hefði Þröstur ekki birtst aftur fyrr en eftir minnst 45 mínútur.
Ekki mjög traustvekjandi. En hey, hann náði því sem ég sagði honum fyrst.
Svo kemur DHL-ið. Þá er okkar maður enn horfinn, sem er ekki mjög gott, því DHL gæjinn vildi hitta hann.
En hvað um það, ég og vinnufélagarnir dundum okkur við það í svona korter að segja nýja gæjanum frá hvernig hlutirnir virka. Til dæmis posinn. Það tók eina mínútu að útskýra fyrir mér hvernig posinn virkaði og hvernig á að rukka þetta DHL. Ekkert mál, ekkert flókið. Þetta eru 2 takkar sem þarf að ýta á.
Svo dreyfast pakkarnir á milli hverfa, og menn leggja í'ann, nokkuð vissir um að okkar maður kynni nokkurnveginn á þetta.
Nú kemur á daginn að svo er ekki. Það sem við tuggðum oní hann oftast skilst mér að hafi klúðrast á stórfenglegastan hátt.
Mynnir mig svolítið á ömmu reyndar. En hún er að nálgast nírætt. Þessi gæi er öllu yngri. Sem segir mér, ef eitthvað hljómar ekki sérlega vel í ferilsskránni, þá er einhver ástæða fyrir því.
Ég ætla samt að bíða með það aðeins lengur að pirra mig á þessu. Sjá hvað fór ekki rétt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli