mánudagur, apríl 03, 2006

Dagur 26 ár 3 (dagur 756, færzla nr. 392):

Athyglisverðir hlutir í fréttum:

Við þekkjum ekki jörðina. Við höfum sent græjur út í geim til að skoða hana, og höfum glápt í mörg ár, en nú fyrst eru menn að komast að því að Níl er 100 km lengri en við héldum. Og hvernig komust menn að þessu? Nú, þeir löbbuðu að uppsprettunni. Ef einhverjum hefði dottið það í hug fyrr...

Svo eru það Kárahnjúkar. Nú hafa hlutfallslega fleiri farist við að smíða Kárahnjúkastífluna en í ófriðnum í Írak. Kanar eru 1000 sinnum fleyri en Íslendingar. Reiknið þetta út.

Þetta... er eiginlega ekki mjög merkilegt, en á undan þessu sá ég auglýsingu frá American Airlines. Sem er nokkuð gott, á undan þessari frétt.

í sun-sentinel er þessi undarlega setning:
"Kin of 2 Mexican workers killed in Hobe Sound building collapse to get money". Ég velti mikið fyrir mér afhverju ættir þessara tveggja mexíkönsku verkamanna sem fórust í þessari byggingu féllu saman til að fá pening. Var lengi að fá botn í það.

BBC segir okkur að dauðaslysum ungmenna fari fjölgandi í réttu hlutfalli við fækkun ungmenna með ökuréttindi. Skrítið? Kannski gera þeir þetta viljandi.

Meira um bíla: Kínverjar aka um á bílum með vélar minni en 1 lítri! Ég vissi ekki að svoleiðis væri framleitt lengur! Hvar nær maður í svona? Þetta hlýtur að vera plott olíufélaganna, að halda svona hlutum frá okkur, svo við förum ekki öll að aka bílum sem vega minna en 700 kíló og eyða um og undir 5 á hundraðið innanbæjar. Hlýtur að vera.

Og meira um kínverska bíla, þetta hlýtur að vera the ultimate pimpwagon. Samkvæmt greininni er þessi bíll víst jarðskjálftaheldur. Okkur vantar það.

Og hvar værum við ef ekki væru nokkur orð um heimsins hraðskreiðasta tundurskeyti? Við þurfum öll svoleiðis, er það ekki? Ég er viss um að landhelgisgæzlan væri alveg til í að splæsa á svona tíu stykki til að plaffa á þessa Norðmenn, Rússa og hvað þetta heitir nú alltsaman sem er að laumast inní landhelgina í sífellu.

Já.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli