hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
mánudagur, janúar 29, 2007
Hitti foreldrana um daginn. Vildu gefa mér buxur. Sem kom á daginn að voru of litlar á mig, og með útvíðum skálmum. Sem var í tísku í tíð ABBA og BeeGees einhverntíman á síðustu öld. BeeGees hljómuðu nefnilega eins og þeir gerðu vegna þess að buxurnar þeirra voru of litlar. Þegar ég fáraðist yfir þessu urðu þau öll forviða - líka Kristín, þó hún sé fædd löngu eftir að allir hipparnir dóu úr ofneyzlu fíkniefna.
En hvað er svosem að undra? Mamma er nú með afró, og pabbi neitar að aka öðru en bílum sem eru eins og vöruflutningabílar í akstri. Á að rífast við þetta fólk um hluti eins og þægindi og útlit? Eða Kristínu? Hún ekur um á Toyotu Corollu, og það viljadi. Toyota Corolla er fyrir fólk sem hefur gefist upp á þessu öllu og er bara sama um allt. Ef hún fær sér Landcruiser veit ég að þetta er búið. Þá getur hún bara lagst oní kistu og látið jarða sig. Sálin er fokin út í veður og vind og mun aldrei koma aftur. Hún verður orðin eitt með hjörðinni; Zombí. Sorglegt.
föstudagur, janúar 26, 2007
Síminn náði ekki góðu sambandi niðri í kjallara áðan - eða í gær, eða daginn þar áður. Er viss um að það er eitthvaðs em Reynir er með á efri hæðinni.
Það er örugglega eitthvað tæki sem hann er með og notar til að búa til rafsvið til að safna geislavirku ryki - hann mun seinna búa sér til svona reactor knúinn af þessu geislavirka ryki, og mun nota hann til að fljúga út til stjarnanna.
Það var alltaf í þessu eina herbergi í horninu einhver niður - suð á lágri tíðni sem var reyndar frekar óþægilegt að vera nálægt. Það kemur af efri hæðinni er ég viss um. Nágranni Reynis er að reyna að vera fyrri til að smíða kjarnaofn til að skjóta sér til fjarlægra vetrarbrauta.
Kannski gæinn þar fyrir ofan sé líka í þessu? Eða hvort hann lætur sér nægja að sleppa við upphitunarkostað vegna geimferðakapphlaupsins á neðri hæðunum? Ég meina, það gætu verið örbylgjur í spilinu, jafnvel rafsegulsvið, og það má nota hvort tveggja til að hita mat.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Tók eftir því í gær að einhverjir pjakkar höfðu sett bloggsíðuna mína á 69.is. Ég vissi ekki að það væri til fyrr en í gær. Þetta þýddi náttúrlega að í stað þess að 5-8 manns þvældust hingað af slysni, þá komu um og yfir 200. Frábært. Mikið andskoti verða þeir pirraðir eftir því sem á líður og skemmtiefnið færist neðar.
***
Þetta er mest ógnvekjandi kvikyndi sem ég hef séð. Fannst í Japan. Stuttu seinna dó það. Mig grunar að það sé koveröpp. Þessir japanir hafa étið kvikyndið. Ég er viss um það.
***
Í næstu óeirðum, munið að taka fullt af verkjatöflum, og hafa með ykkur popp. það mun verða áhugavert. Ég meian, hvenær mætir maður ekki í óeirðir, og hugsar með sér: nú er ég með alla vasa fulla af örbylgjupoppi, en engan örbykjguofn? Bandaríkjaher hyggst redda því fyrir ykkur!
Þvílíkt tæki. Hvernig ætli lytin verði? Hvernig lyktar örbylgjuhitað fólk annars? Við munum komast að því.
þriðjudagur, janúar 23, 2007
Það var mynd af Birni í Fréttum. Í textanum einhversstaðar stóð að þetta væri vissulega Björn. Stóð ekkert hvað hann hafði gert af sér. Las svona 1/3 af þessu fyrir ömmu, en nennti ekki meir, því það var ljóst mál að það var bara ekkert fjallað um kvikyndið.
Skilst mér þó að frjálsíþróttagengið sem hann er í hafi verið að vinna einhverja gullpeninga uppi á landi. Engum sögum fer af því - virðist vera haldið leyndu fyrir eyjamönnum. Kannski skammast fréttamenn sín hálfpartinn á að það skuli vera nógu gott íþróttafólk á eyjunni til að vinna meðalíur. Kannski er það ástæða þess að þeir eru alltaf með umfjöllun um þessi boltalið sem hafa ekkert unnið svo ég viti til langs tíma?
Þetta er landlægt. Við erum til dæmis með hraustustu fatlafól í heimi, þau gjörsigra alltaf öryrkja allra hinna landanna á ólympíuleikum fatlaðra alltaf þegar slíkir leikar eru haldnir, en það er yfirleytt aðeins minnst á það í framhjáhlaupi. Hinsvegar erum við með eitt af verstu fótboltaliðum heims, lið sem er í öðru sæti talið frá botni. Ég held að einusinni hafi þeir meira að segja tapað gegn liði sem var ekki til. Þeir eru það slakir. En alltaf þegar boltaliðin fara út að keppa, þá er hliðrað til á dagskránni til að koma fyrir beinum útsendingum frá því. Ég man til dæmis þegar RÚV ákvað það að almannavernarhlutverk sitt fælist í því að leyfa okkur að horfa á tvö boltaliðlið sem höfðu einusinni unnið Íslenska liðið spila bolta, en ekki segja okkur allt um stærsta og öflugasta jarðskjálfta sem orðið hafði á landinu í 50 ár.
Athyglisvert.
Ólympíuleikarnir hefðu verið látnir bíða, held ég.
laugardagur, janúar 20, 2007
Í leit minni að sniðugri mynd til að setja hérna þegar sú síðasta hyrfi fyrir horn kom ég auga á þessa mynd, af manneskju hangandi niður úr rjáfri einhvers strákofa, þakin mold. Mér varð strax hugsað til allra þessara misheppnuðu mynda sem eru miklu frekar fyndnar eða á einhvern hátt bjánalegar en erótískar.
Án þess þó að ég fari að útskýra í löngu máli hvað erótík á eiginlega að vera.
Þessi hefur það allt svoa við fyrstu sýn: þarna er ber dama, ekkert illa vaxin eða hrukkótt, ekki bringuhár í augsýn - þau eru sko öll á bakinu. Allt mjög tilgerðarlegt: svarthvít mynd, og manneskjan í stellingu sem maður kannast við frá fitness liðinu. Sem er kannski ástæða þess að þetta er afar truflandi mynd. Kallar upp í hugann fitess dömurnar, sem eru æðaberar og glansandi eins og þær hafi verið bornar smjöri, og dökkar líkt og þær hafi dvalið í ofninum í svona korter.
Sem segir ykkur það, að ef hvað sem það er sem þið settuð í ofninn með smjöri á kemur glottandi út aftur og setur sig í stellingar, þá var það ekki nógu lengi þar inni - eða það var ekki nægur straumur á.
Og hún mynnir mig á áróður kommúnista. Ég gæti séð fyrir mér einhverjar línur í þessum dúr: "Marishka er Sovéskum klámiðnaði til mikils sóma; hefur leikið í 2000 klámmyndum og birst í öllum tölublöðum "Erótíska Alþýðumannsins" undanfarin 5 ár. Hún er án efa besti klám-iðnaðarmaður í heimi." Osfrv.
Á hvað er hún að benda? Sullaði hún á sig tómatsósu þegar þær fengu sér hamborgara á MacDonald's? Uss, hún nær því aldrei af.
Þetta er ofur-bókasafnsvörðurinn - eða eitthvað. Það er ekkert reynt einusinni. Hvað drakk hún mikið áður en hún ákvað að standa þarna sveiflandi þessari tusku? Þið getið föndrað við að tékka á því heima hjá ykkur. Hve mikinn vodka þarf vinkona þín að drekka áður en hún fer úr öllu og byrjar að breiða úr sér víðsvegar um stofuna?
miðvikudagur, janúar 17, 2007
sunnudagur, janúar 14, 2007
Þá er haltu kjafti spjallið komið í gang. Gaman af því. Klikkið á linkinn, takið þátt.
Egill heldur því fram að flugvélamatur sé óætur. Að minni reynzlu er það rangt. (hafa ber í huga að ég er hryllilega matvandur) Ég fékk fínan mat hjá Atlanta þegar ég flaug með þeim seinast. Fékk slatta af bjór með. (Allt bragðast vel sé það borið saman við Guinness - þó skilst mér að sá mjöður sé drekkandi nálægt verksmiðjunni).
Enn verið að fárast yfir Írak. Dettur þeim virkilega ekkert annað í hug að rífast yfir?
Til dæmis því að við erum með mjög slæmt vegakerfi miðað við útgjöld í skatt?
Flokkur sem enginn kýs er alltaf við völd?
Og hvað er svo verið að bulla um Evru? Við þurfum að taka upp evru því allir eru að stunda bissness í dollurum. Hljómar rökrétt. Evru? Mér sýnist helst að vandinn sem þeir eru alltaf að nöldra útaf myndi jafna sig út á innan við 10 árum ef þeir myndu bara lækka vextina. Þá getum við haldið krónunni, og það getur verið að verðlagið lækki. -Ef þeir hleypa fleyri að markaðnum. Ef það er takmarkaður aðgangur að markaðnum myndast bara einokun og auðhringar. Munið bara olíufélögin.
Afhverju veljast bara sauðir sem eru óhæfir til að tæma úr stöðumælum í pólitík? Sennilega vegna þess að alvöru peningar eru annarsstaðar. Og skemmtilegt kompaní er annarsstaðar.
Jæja...
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Sjáið þetta bara. Flott, ha?
föstudagur, janúar 05, 2007
Áhugaverð lesning. Útskýrir ýmislegt.
GM skilar tapi sem er margfalt á við Fjárlög Íslenska ríkisins. Af hverju? Nú, góð eftirlaun allra eru að sliga þá, varan sem þeir framleiða er ekki mjög áhugaverð lengur (ekki síðan 1970), hvað meira? Sennilega er uppbygging í asíu ekkert ókeypis. Gæti jafnvel kostað 10.6 milljarða $.
Það á að fylgjast betur með okkur. Það virkar nefnilega svo vel í Bretlandi. Það hefur svo mikil fælingaráhrif, að það eru næstum engar líkamsárásir í UK lengur! Já. Nákvæmlega. Þeim hefur jafnt og þétt fækkað neikvætt!
Nóg af heimsmálum.
Hundurinn er sofandi. Lætur sér ekkert bregða þó það sé verið að sprengja einhverjar hvellhettur þarna úti.
Þau angruðu mig í morgun, þau sem voru að vakna þá. Ég var ekkert í stuði til að rumska eitthvað um 7:00 leytið. Ég þarf þess ekki. Nenni því ekki. Að vísu giska ég á að þurfa að vakna fyrr um daginn í framtíðinni.
Var að horfa á þessa Dracúla mynd í gær. Hún er slæm. Slæm á slæman hátt. Renfield er samt fyndinn.
Allir tala svo hægt í henni. Mynnir mig á Kill Bill, þar sem persónur afrekuðu 1 atkvæði á sekúndu eða minna að jafnaði. Sem er náttúrlega leiðin til að lengja það sem er í raun afar stutt kvikmynd.
Dracúla er ekki nema 75 mínútur, en strögglar við að ná þó þeirri lengd. Með því einmitt hve hægt allir tala. Þeir hefðu getað talað hraðar, og bætt við meira aksjón.
Horfið frekar á þessa: the corpse vanishes. Þetta er mjög fyndin grínmynd. Eða White Zombie, sem er ekkert sérlega fyndin mynd. Allir tala hraðar, og það er nóg stöff þarna fyrir þann tíma sem tekur myndirnar að rúlla.
Nú, svo eru virkilega góðar myndir þarna, eins og D.O.A, sem fjallar um mann sem er byrlað pólóníum 210 á barnum. Eða Carnival of Souls, eða Trip to the moon, eða Beast of Yucca flats.
Okey, Beast of Yucca flats er ekkert góð, en ég var að kafna úr hlátri þegar ég horfði á hana fyrst, sem þýðir að þó þetta sé há-alvarleg kvikmynd um mann sem ekur óvart inná kjarnorkutilraunasvæði og breytist í morðótt tröll með (auðvitað) tröllaleir á andlitinu, þá er þetta samt fyndnara en spaugstofan. Sem er kannski ekki að segja mikið. Kvöldfréttir eru oft fyndnari en spaustofan. Sérstaklega þegar Sigmundur Ernir er að reyna að leggja áherzlu á hve hryllilegt eitthvað er. Sami alvörusvipurinn, hvort sem hann er að segja frá hryllilegu fjöldamorði í útlöndum eða einhverjum krakka sem var böstaður á 40 þar sem má bara aka um á 30. Hryllilegt.
Hvað um það. Ég meina, ef þér tekst að sjóða saman mynd sem er fáránlegri en kvöldfréttir starring Sigmundur Ernir, ertu snillingur.
Amen.
Förum nú og horfum á sjónvarpið.
þriðjudagur, janúar 02, 2007
http://video.google.com/videoplay?docid=7866929448192753501&q
=loose+change+recut
Sem ég fann hér: http://loosechange911.com/lc2e.htm
Lát oss sjá, byrjum á byrjuninni – nei, ekki þessu rugli þarna fyrstu 5 mínúturnar, það skiftir engu – ég meina vélinni sem flaug á pentagonið.
Það var ekki flugskeyti. Sjónarvottarnir sáu flugvél – einn sá þyrlu. Ef það hefði verið flugskeyti hefði enginn séð neitt, fyrir þeim hefði byggingin bara sprungið í loft upp úr þurru. Þannig að það var örugglega flugvél.
Hvernig hefði flugskeyti líka tekið niður alla þessa ljósastaura?
Já, áður hafði einhver tæný lítil einkaþota lent á staur og hrapað í mílu fjarlægð á eftir. Þetta var ekki lítil einkaþota, heldur 2 hreyfla farþegaþota – yfir 100 sæta. Sterkari vængir – sem hefði svosem ekkert skift máli, á þeim hraða sem rellan var hefði hún mátt missa báða vængina og hún hefði samt skotist 100 metra úr 10 metra hæð.
Það kom ekki gýgur, segir kallinn í vídjóinu. Það er að vissu leyti rétt. Það kom gat. Á pentagonið. Því flugvélin flaug í hliðina á því, og snerti aldrei jörðina áður. Og þegar 30 tonna flugvél flýgur á 600 km/h á 30.000.000 tonna byggingu, þá vinnur byggingin.
Lögmál Newtons segir að hlutir á hreyfingu breyti ekkert auðveldlega um stefnu, svo það er eðlilegt að álykta að öll vélin hafi impactað á sama stað. Það er að segja, stélið hélt áfram eftir að nefið var orðið kjurt.
Varðandi það sem sjónarvottar segja um þennan blossa, að hann hafi verið silfurlitaður – allir blossar eru silfurlitaðir. Líka olíublossar. Eldurinn verður svo appelsínugulur. Á hinn bóginn er ekki mikið að marka sjónarvotta. Einn sá þyrlu, ekki satt?
Í vídjóinu er sýnd langlíklegasta skýringin á þessu öllu. Ég veit ekki hvað þessi peyji er að röfla.
Svo að vél 93. Það sannar ekkert þó önnur vél 93 hafi lent einhversstaðar annarsstaðar í USA þennan sama dag. Sko, á hverjum klukkutíma eru 1.000.000 manns svífandi yfir landinu. Mér myndi ekki bregða þó 4-5 vélar nr. 93 væru svífandi um samtímis. Þessvegna er sko alltaf sagt “flug 453 til Funklytown leggur af stað frá hliði 9”. Það er til aðgreiningar frá vél 453 til Akureyrar.
Og ef þeir notuðu ekki vél 93, hvað gerðu þeir þá við allt fólkið?
Vél 93 gerði gýg við lendingu, gýg fullan af rusli. Það er það sem gerist þegar flugvél stangar jörðina. Hún verður að hrúgu af óþekkjanlegu drasli oní holu. Ekkert blóð, allar líkamsleyfar breytast í kol þegar þær brenna. Veit ekki hvert blóðslettur ættu að fara. Ekki býður Newton þeim uppá að fara neitt annað en niður.
Það voru engar þekkjanlegar líkamsleyfar. Jájá, þeir segja að þeir hafi gert DNA rannsóknir. Þeir ljúga því. Þeir hafa bara lesið farþegalistann. Sem útskýrir hvers vegna svo margir af þessum grunuðu hryðjuverkamönnum hafa fundist lifandi heima hjá sér. Þeir áttu furðu margir sameiginlegt að vinna við flugtengt efni, og hafa látið stela af sér passanum. Sem styður hryðjuverkakenninguna reyndar.
Að WTC.
Tvíburaturnarnir voru ekki rifnir viljandi. Standard aðferðin til að rífa hús er að fjarlægja úr þeim innveggina, koma fyrir sprengjum í burðarbitunum og vefja svo hænsnavír umhverfis svo brot fari ekki í nálæga glugga. Þetta er svo allt sprengt í vissri röð, byrjað neðst, og svo upp.
Horfið á þessa mynd, þar eru sýnd nokkur dæmi um niðurrif. Sjáið veggina molna áður en húsin hrynja? Sjáið allt rykið þyrlast út um glugga og dyr? Berum það saman vit WTC. Ekki mikið ryk sem blæst þar út. Það þarf slatta af Semtexi til að klippa stálbita. Jafnvel með formaðri hleðzlu erum við að tala um örugglega 50 kíló fyrir hvern bita á fimmtu hverri hæð eða svo. Það hefði sko aldeilis gosið úr því.
Ég skal segja ykkur hvaða reykur þetta er sem kemur út um gluggana þegar húsið fellur saman:
Hver turn er greinilega vel þéttur – auðvitað, því annars væri leki óþolandi vandamál á öllum hæðum. Það loftar hinsvegar vel um alla bygginguna – nauðsynlega, því ef ekki loftar um hús verður ólíft í þeim. Svo þegar efri hæðirnar falla, þá verður loftið að fara einhvert, svo það fer ót um næsta opna glugga. Allt heila klabbið virkar eins og stór reiðhjólapumpa, blásandi lofti af miklu afli út allstaðar þar sem það kemst.
Og svo sprengingarnar. Það er þekkt vandamál í eldsvoðum, og gerist oft. Það kemur upp eldur í lokuðu rými, og hann kraumar þartil rúðurnar springa... og BANG! Alveg eins og í “Backdraft”. Munið eftir þeirri kvikmynd? Miklu vandaðri en þetta rugl sem ég er að tala um núna.
Og það að það þurfi eitthvað að bræða í sundir þessa bita til að fá húsið til að hrynja. Bull. Það þarf ekki einusinni að verða rauðglóandi. Það þarf bara að haldast nógu heitt nógu lengi til að breyta atómuppbyggingu efnisins, og þá erum við með allt annað efni en við byrjuðum með. Það hjálpar að það kom fleyri tonna flugvél og beyglaði stálið aðeins fyrst.
Þermít? Til hvers? Það er ekkert hægt að reiða sig á það stöff.
Hvað meira...
Ó já. Ósama bin Laden.
Ósama var dreginn inní málið, útbreiddur eins og fyrir flatskjá, og afskræmd myndin borin saman við nokkrar mynir sem voru teygðar í akkúrat hina áttina; norður-suður vs. Austur-vestur.
Svo var hitt. Þessi þulur er ómenntaður hálfviti. Eða lygamörður. Það er rétt að Ósama er örvhentur. Það er rétt að gæjinn á myndinni er að borða með hægri hendi. Það er víst að sá maður er hinn örvhenti súnní-múslimi Ósama bin Laden.
Ef þið hafið ekki fattað hvað ég er að fara núna, er ykkur ekki við bjargandi.
Svo ég útskýri: Múslimar snerta ALDREI matinn sinn með vinstri hendi. Aldrei. Sama hve örvhentir þeir eru. Því vinstri höndin er notuð á hinn endann. Það er þess vegna sem þeir höggva hægri hönd af þjófum. Það er svo mikið níð að nota sömu hönd á báða enda.
Hvenær var það seinast sem ríkisstjórn gerði eitthvað sem gekk alveg upp? Íslenska ríkið klúðrar systematískt öllu sem það snertir, og ekki er Bandaríkjastjórn betri: Svínaflóainnrásin, stuðningurinn við Talibana, Saddam, Pinochet... Víetnam, brottför frá KEF, að hafa ekki klárað flóastríðið 1992, bannárin... stríðið gegn hryðjuverkum, stríðið gegn eiturlyfjum... osfrv.
Þið skiljið. Ætlist þið til að ég trúi því að eitthvað ríki geti successfully rifið 3 hús á flóknasta hugsanlega hátt, látir yfir 200 manns hverfa á einum degi og stolið fleyri milljóna virði af gulli og látið það líta út fyrir að vera hryðjuverk?
Djöfulsins kjaftæði. Ef þetta á allt við rök að styðjast er ég Michael Moore.
mánudagur, janúar 01, 2007
Nýtt ár. Þetta er nú það. Hef litla skoðun á því enn, það er svo lítið komið af því. Gamla árið var svona la-la. Það er eins gott að þetta ár verði ekki eins, heldur betra.
Ég verð illa svikinn ef Fidel Castro hrekkur ekki uppaf í ár. Hvað meira gerist? Ó já, það verða kosningar. Þær munu fara svona: D fær 40%, S fær 25%, VG fær 10%, F fær 7-8%, B fær 10% og þar með meirihluta atkvæða - auðvitað, afgangurinn skilar auðu.
Lát oss sjá, hverju meira sniðugu get ég spáð? Hmm... Það verður jarðskjálfti í Kalíforníu aftur. Eitthvað hrynur, en þar sem Kalífornía er nú staðsett í hinum vestræna heimi nær tala látinna varla 3 stöfum.
Það eru vissir fastar sem munu aldrei breytast: það heldur áfram að vera ólga í mið-austurlöndum, listamenn í 101 halda áfram að vera ótrúlega ruglað lið og fólk í fréttum mun halda áfram að vera illa máli farnir vitleysingar.
Greiningadeild ríkislögreglustjóra mun ítrekað verða sér til skammar á komandi árum, en mun ekki verða lögð niður fyrir vikið. Lögreglan verður verr og verr liðin eftir því sem hún sekkur dýpra í fasisma, en eftir því sem hún sekkur dýpra í það fen nær hún fleyri dópdílerum og neytendum, svo og öðrum aðilum sem ekki töldust glæpamenn í fyrra en eru það nú.
Ríkið mun klúðra einhverju. Nei, bíddu, það hefði átt að vera sem fasti - hvenær klúrar ríkið EKKI einhverju? Þegar þeir gera eitthvað rétt er það birtingarmynd einhvers klúðurs, því takmarkið var að gera eitthvað allt annað. Allt sem þeir gera virðist nefnilega hafa akkúrat öfugar afleiðingar.
Gæjinn sem rann á bananahýði og kveikti því óvart í á 11 stöðum í eyjum fyrir algjöra slysni og óvitahátt næst, en verður sleppt aftur að lokinni yfirheyrzlu. Þá rennur hann til í hálku og kveikir óvart og fyrir einbera slysni í á tveimur stöðum í viðbót.
Færri munu deyja í umferðinni í ár, en til að vega upp á móti því munu fleyri slasast, því vegna hraðatakmarkana munu gangandi vegfarendur gera sig heimakomna úti á miðri götu í meira mæli en áður.
Það fer að gjósa einhversstaðar. Ég er viss um það. Í Heklu eða einhversstaðar. Það hefur ekki komið gos svo lengi.
Og að lokum eitthvað furðulegt um frægt fólk í útlöndum:
Daginn sem Fidel deyr mun Britney Spears fá loftstein í hausinn og farast. Viku seinna mun verða ljóst svo ekki verður um villst að það er örugglega hún eftir að sletturnar hafa verið settar í DNA rannsókn. Tennur sem sagt eru að séu úr henni munu seljast á E-bay fyrir of fjár í framhaldi.
Þetta er komið gott núna. Skoðum þetta að ári.