sunnudagur, janúar 14, 2007

Dagur 311 ár 3 (dagur 1041, færzla nr. 505):

Þá er haltu kjafti spjallið komið í gang. Gaman af því. Klikkið á linkinn, takið þátt.

Egill heldur því fram að flugvélamatur sé óætur. Að minni reynzlu er það rangt. (hafa ber í huga að ég er hryllilega matvandur) Ég fékk fínan mat hjá Atlanta þegar ég flaug með þeim seinast. Fékk slatta af bjór með. (Allt bragðast vel sé það borið saman við Guinness - þó skilst mér að sá mjöður sé drekkandi nálægt verksmiðjunni).

Enn verið að fárast yfir Írak. Dettur þeim virkilega ekkert annað í hug að rífast yfir?

Til dæmis því að við erum með mjög slæmt vegakerfi miðað við útgjöld í skatt?
Flokkur sem enginn kýs er alltaf við völd?

Og hvað er svo verið að bulla um Evru? Við þurfum að taka upp evru því allir eru að stunda bissness í dollurum. Hljómar rökrétt. Evru? Mér sýnist helst að vandinn sem þeir eru alltaf að nöldra útaf myndi jafna sig út á innan við 10 árum ef þeir myndu bara lækka vextina. Þá getum við haldið krónunni, og það getur verið að verðlagið lækki. -Ef þeir hleypa fleyri að markaðnum. Ef það er takmarkaður aðgangur að markaðnum myndast bara einokun og auðhringar. Munið bara olíufélögin.

Afhverju veljast bara sauðir sem eru óhæfir til að tæma úr stöðumælum í pólitík? Sennilega vegna þess að alvöru peningar eru annarsstaðar. Og skemmtilegt kompaní er annarsstaðar.

Jæja...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli