mánudagur, janúar 29, 2007

Dagur 326 ár 3 (dagur 1056, færzla nr. 511):

Hitti foreldrana um daginn. Vildu gefa mér buxur. Sem kom á daginn að voru of litlar á mig, og með útvíðum skálmum. Sem var í tísku í tíð ABBA og BeeGees einhverntíman á síðustu öld. BeeGees hljómuðu nefnilega eins og þeir gerðu vegna þess að buxurnar þeirra voru of litlar. Þegar ég fáraðist yfir þessu urðu þau öll forviða - líka Kristín, þó hún sé fædd löngu eftir að allir hipparnir dóu úr ofneyzlu fíkniefna.

En hvað er svosem að undra? Mamma er nú með afró, og pabbi neitar að aka öðru en bílum sem eru eins og vöruflutningabílar í akstri. Á að rífast við þetta fólk um hluti eins og þægindi og útlit? Eða Kristínu? Hún ekur um á Toyotu Corollu, og það viljadi. Toyota Corolla er fyrir fólk sem hefur gefist upp á þessu öllu og er bara sama um allt. Ef hún fær sér Landcruiser veit ég að þetta er búið. Þá getur hún bara lagst oní kistu og látið jarða sig. Sálin er fokin út í veður og vind og mun aldrei koma aftur. Hún verður orðin eitt með hjörðinni; Zombí. Sorglegt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli