Dagur 322 ár 3 (dagur 1052, færzla nr. 509):
Tók eftir því í gær að einhverjir pjakkar höfðu sett bloggsíðuna mína á 69.is. Ég vissi ekki að það væri til fyrr en í gær. Þetta þýddi náttúrlega að í stað þess að 5-8 manns þvældust hingað af slysni, þá komu um og yfir 200. Frábært. Mikið andskoti verða þeir pirraðir eftir því sem á líður og skemmtiefnið færist neðar.
***
Þetta er mest ógnvekjandi kvikyndi sem ég hef séð. Fannst í Japan. Stuttu seinna dó það. Mig grunar að það sé koveröpp. Þessir japanir hafa étið kvikyndið. Ég er viss um það.
***
Í næstu óeirðum, munið að taka fullt af verkjatöflum, og hafa með ykkur popp. það mun verða áhugavert. Ég meian, hvenær mætir maður ekki í óeirðir, og hugsar með sér: nú er ég með alla vasa fulla af örbylgjupoppi, en engan örbykjguofn? Bandaríkjaher hyggst redda því fyrir ykkur!
Þvílíkt tæki. Hvernig ætli lytin verði? Hvernig lyktar örbylgjuhitað fólk annars? Við munum komast að því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli