þriðjudagur, janúar 23, 2007

Dagur 320 ár 3 (dagur 1050, færzla nr. 508):

Það var mynd af Birni í Fréttum. Í textanum einhversstaðar stóð að þetta væri vissulega Björn. Stóð ekkert hvað hann hafði gert af sér. Las svona 1/3 af þessu fyrir ömmu, en nennti ekki meir, því það var ljóst mál að það var bara ekkert fjallað um kvikyndið.

Skilst mér þó að frjálsíþróttagengið sem hann er í hafi verið að vinna einhverja gullpeninga uppi á landi. Engum sögum fer af því - virðist vera haldið leyndu fyrir eyjamönnum. Kannski skammast fréttamenn sín hálfpartinn á að það skuli vera nógu gott íþróttafólk á eyjunni til að vinna meðalíur. Kannski er það ástæða þess að þeir eru alltaf með umfjöllun um þessi boltalið sem hafa ekkert unnið svo ég viti til langs tíma?

Þetta er landlægt. Við erum til dæmis með hraustustu fatlafól í heimi, þau gjörsigra alltaf öryrkja allra hinna landanna á ólympíuleikum fatlaðra alltaf þegar slíkir leikar eru haldnir, en það er yfirleytt aðeins minnst á það í framhjáhlaupi. Hinsvegar erum við með eitt af verstu fótboltaliðum heims, lið sem er í öðru sæti talið frá botni. Ég held að einusinni hafi þeir meira að segja tapað gegn liði sem var ekki til. Þeir eru það slakir. En alltaf þegar boltaliðin fara út að keppa, þá er hliðrað til á dagskránni til að koma fyrir beinum útsendingum frá því. Ég man til dæmis þegar RÚV ákvað það að almannavernarhlutverk sitt fælist í því að leyfa okkur að horfa á tvö boltaliðlið sem höfðu einusinni unnið Íslenska liðið spila bolta, en ekki segja okkur allt um stærsta og öflugasta jarðskjálfta sem orðið hafði á landinu í 50 ár.

Athyglisvert.

Ólympíuleikarnir hefðu verið látnir bíða, held ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli