Var að horfa á sjónvarpið í gær. Með ömmu. Steingrímur skalli og Þorgerður K voru að rífast. veit ekki um hvað. Grunar að þau hafi bara verið að opna munninn og gefa frá sér hljóð sem lýkjast íslensku.
Það hefur þótt mikil list að geta talað sem lengst án þess að segja nokkuð. Í bókmenntum - evrópskum, þó mest meðal bókmenntaelítunnar á íslandi - hefur það verk jafnan þótt mest snilld sem inni hélt flest orð án þess að nokkur einasta setning þýddi nokkurn skapaðan hlut.
Amma skildi ekki þegar ég benti henni á þetta. Þau voru þarna tvö, prumpandi út um munninn á sér og amma sá ekkert athugavert við það að hvorugt þeirra sagði í raun neitt. Ekkert, nada. Bara garnagaul.
Þau hafa hlotið langa þjálfun, bæði 2. Hann í málþófum, hún í flokks-"starfi".
Mig grunar að pólitík á landinu endi í kosningum um hvort við viljum frekar vera stungin með hníf eða stungin með einhverjum öðrum hníf. (Það stendur til boða líka að vera stungin með ryðguðum hníf - sumum finnst það betra).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli