fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Dagur 328 ár 3 (dagur 1058, færzla nr. 512):

Ísland er eina landið þar sem maður þarf ekki að vera hommi til að hafa lúmskt gaman af Júróvisjon. Að sjá allt þetta fólk gera sig að fíflum fyrir framan alþjóð með glötuðustu lög sem samin verða á árinu.

Það mættu seinast til leiks einhverjir rokkarar, með það alversta rokklag sem ég hef heyrt síðan ... í morgun reyndar. 97.7 spilar ekki beint "best of" alltaf. Þau verstu voru samt sigtuð úr. Roland Hartwell er ferlegur. Ég hefði samt sent þetta ömurlega lag hans úr fyrri hlutanum í keppnina, bara til að vera þekktur sem mesti þrjótur íslanssögunnar. Lagið - spileríið var ekkert svo hræðilegt. Söngurinn hins vegar var greinilega við eitthvað annað og verra lag - atónalskt ljóð eða eitthvað, og textinn var óeftirmynnilegur, en það er samt eins og mig mynni að hann gæti hafa valdið grænum bólum. Allir textarnir eru reyndar þess eðlis.

það er eins og menn setji sig í einhverjar sér stellingar þegar þeir ákveða að senda lag í Júróvisjon. Þeir setjast niður og hugsa: hvernig get ég samið lag sem er bara ekki mjög gott?

Og hvað er mjög gott lag? Lag sem maður vill bara að endi. Lag sem er þess eðlis að sama í hvaða útsetningu það er, þá vilja 90% jarðarbúa aldrei heyra það aftur. Sem betur fer eru flest slæm lög óeftirmynnileg. Það væri slæmt ef þetta ómaði lengi í höfðinu a eftir.

Og hvað kosta svo herlegheitin? Eftir 2009: 14.000 kall á mann á ári óháð efnahag. Jup. Flöt skattlagning á alla. Ekki flöt prósenta, nei, það væri allt af því sanngjarnt - ef við gleymum því að RÚV er eiginlega fyrir einkaaðilum á markaðnum og því inherently ósanngjarnt fyrirbæri - við erum að tala um flata krónutölu á alla yfir 18 ára.

Og samt verður RÚV rekið með tapi. Því þetta er ríkisfyrirtæki sem stenst ekki einusinni Skjá einum snúning við gerð innlends efnis. Eini tilgangurinn með þessu batteríi er að halda uppi verðinu á erlendu efni í óljósum tilgangi. Hugmyndir?

Af hverju í dauðanum má ekki selja þessa stofnun? Það mundi spara jafn mikið og kostar að reka Symfóníuna, aðra stofnun sem ég botna ekkert í. Afhverju geta symfóníuunnendur ekki haldið henni uppi? Þegar út í það er farið - afhverju getur ríkið ekki sponsorað eitthvert af þeim áhugamálum sem mér dettur í hug?

Ég fer ekki fram á mikið, bara hið ómögulega: rökstuðning.

***

Kominn tími til að hlæja að bandaríkjamönnum. *andvarp* Hvað er að hjá fólki? Má ekki setja upp nokkur blikkandi ljós án þess að 200 löggur mæti á staðinn? Ég vona að þeir fari ekki að apa þetta eftir hér. Þeir væru vísir til þess. Bandaríkjamenn eru hinir nýju Svíar sjáið til. Munið þegar allt var apað eftir Svíum? Það var áður en "baráttan gegn hryðjuverkum" varð vinsæl.

Já, í denn var eitthvað varið í Kanann.



Ég man þegar þetta fyrirbæri var kallað Chevy Suburban,



Og þetta var Cadillac.

Að vísu getum við ennþá fengið vítamínbætt morgunkorn frá kananum. Kaninn hefur nefnilega vit á að setja þó vítamín í það stöff, svo almenningur fái ekki hörgulsjúkdóma í offitunni. Í Evrópu er litið svo á að best sé að pöpullinn eigi bara ekkert að fá ráðlagðan dagskammt af einhverjum vítamínum. Vítamín? Hvað er það?

Það má vera C-vítamín í amerískum bjór. Því er ekki bætt við í framleiðzlu, það bara er til staðar. Það er í korninu. Í evrópu má ekki vera C-vítamín í bjór, enda hverjum manni ljóst að neyzla C-vítamíns getur valdið hræðilegum sjúkdómum eins og til dæmis reglulegum andardrætti, ónógri slímmyndun sem lýsir sér í skorti á taumum niður úr nefi, óhóflegri styrkingu ofnæmiskerfisins sem lýsir sér í almennum heilsubresti eins og kveftregðu og vanflensu, og jafnvel betri líðan að lokinni drykkju, sem gæti ýtt undir meiri drykkju. Það sér hver maður.

Urgh.

Í einu horninu eru sauðir sem vilja ekki að við fáum næringarefni, og hinumegin eru sauðir sem segja að við eigum að óttast hryðjuverkamenn. Reyndar tíðkast líka í Evrópu að segja okkur að óttast hryðjuverkamenn. Helv...

Clowns to the left of me jokers to the right...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli