Dagur 341 ár 3 (dagur 1071, færzla nr. 516):
Í ágúst bar svo við að ómögulegt var að fá inni á stúdentagörðunum. Þá þurfti ég íbúð. Núna, þegar ég er með herbergi a.m.k út árið, og búinn að vera í skólanum eitt haust án stúdentabúðar, og það er farið að vora, þá allt í einu keppist stúndentabatteríið við að tilkynna mér að ég geti fengið íbúð. Ein í viku. Hvað á þetta að þýða? Ég var á biðlista þarna í heilt sumar! Argh!
Ef ég hefði beðið eftir að kerfið gengi sinn gang í stað þess að hirða þessa kompu sem mér bauðst þá væri ég í eyjum að gera Guð veit hvað en ekki í skóla.
Ríkisstofnanir... urg.
Ef mann vantar hjálp er hana ekki að fá hjá því opinbera. Þaðan fá bara glæpamenn pening.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli