miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Dagur 357 ár 3 (dagur 1087, færzla nr. 522):

Bíllinn fór að leka vatni í gær eða fyrradag. Ég sá að það var áhveðið vandamál, svo ég hringdi í bifvélavirkja áðan til að athuga hvort hann gæti reddað því bara í dag. Bara þennan venjulega í Hafnarfirði. Svo ég keyrði þangað.

Á leiðinni gegnum Kópavog fann ég mikið högg og brothljóð, og bíllinn kipptist til, og fann ég að það var eitthver andskotinn að stýrinu. Gaman. Nákvæmlega það sem er skemmtilegast að lenda í þegar maður er á 100 á leið gegnum Kópavoginn.

Ekki reyndist þó hjólið hafa dottið undan, svo ég hélt áfram, en vökvastýrið virkaði ekki, sem mér þótti verr. Gott var að ég var hvort eð er á leiðinni til að hitta bifvélavirkjann.

Í Hafnarfirði var farið að rjúka meira en venjulega upp úr húddinu. Það rýkur alltaf úr þessu - þetta er 19 ára gamall bíll, munið? Það er fólk þarna úti að keyra sem er yngra en bíllinn minn.

Hvað um það. Allavega, þegar ég kem til bifvélavirkjans og opna húddið kemst ég að því að vatnsdælukjólið (stykki sem stendur út úr vélinni að framan og er venjulega tengt við viftureimina) er nú í Kópavoginum einhversstaðar. Í framhaldi af því sauð á bílnum og allt vatnið fór til skiftis út í andrúmsloftið eða á gólfið.

Heh.

Ég get fengið 50.000 kall fyrir partana. Eða ég get látið gera við þetta fyrir 30-50K og þá má búast við að pakkningar fari í næsta mánuði. Svo þarf að fara að skifta um vatnskassa. Og dekk. Þau eru 12 ára, minnst. Og ný kosta um 15K stykkið. Það er 60K.

Andsk.

Ég get fengið Daihatsu Sirion fyrir 300.000. '98 módel, ekinn 92K. 250K ef ég skil Jeppann eftir á móti. (Ekki þessi á linknum - eins bíll, en ekki sá.)

Eða Ford Escort á 150, eða Buick Lesabre á 350, eða Lancer á 200; Accord á 150, Mazda 323 á 70, Maxima á 120, Olds á 220, Legacy á 100, eða eitthvað...



Eða bara Aston Martin. Aðeins 25 milljónir. Nah. Mér skilst það sé bilerí á þeim.

Þarf að eiga nokkur orð við Reyni...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli