fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Dagur 344 ár 3 (dagur 1074, færzla nr. 517):



Man einhver eftir þessum kvikyndum? Mig rámar eitthvað óljóst í þetta. Hvít, uppstoppuð dýr, svolítið flöt. Mjög algengt á lyklakippum ef ég man rétt - pennaveskjum og slíku. Svo voru einhverjar teiknimyndir í sjónvarpinu - sem ég horfði ekki á. Ég horfði ekki á neitt sem gerðist fyrir hádegi.



Hættuleg þessi kvikyndi.

***

Fréttir herma að Kleópatra hafi haft oddhvassa höku. Og oddhvasst nef. En sniðugt. Þetta þurftum við öll að vita.



Geimskip 2.

Jup. Langar einhvern út í geim? Næst verður það tunglið. Flott. Jeppasafarí á tunglinu maður! Hvenær tekur arctic trucks það að sér? Hi-Lux með dekk úr járnneti! "38 dekk úr járnneti sko. Svo þarf bíllinn að vera með rafmótor, því bensín og dísel eiga það til að hverfa í hitanum og lofttæminu sem viðgengst víst á tunglinu.



Já. Það væri sko aldeilis hægt að jeppast á tunglinu. Bara um að gera að keyra ekki oní gýg. Það eru víst þónokkrir svoleiðis á yunglinu, nokkurra tuga metra djúpir. Það væri nokkuð sárt að detta oní einn slíkan á tungl-bílnum sínum. Ég býst við það sé bara spurning um tíma þar til einhver blindfullur hálfviti gerir einmitt það. Og brýtur gat á hjálminn og deyr. Svakalegt slys það. Býst nú ekki við að tuglbíllinn springi í loft upp on impact, en það gæti gerst í Star-wars.

Ég man ekki eftir neinum bílum í starwars...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli