mánudagur, febrúar 05, 2007

Dagur 332 ár 3 (dagur 1062, færzla nr. 514):

27 ára núna. Ef ég væri rokkari mætti ég byrja að hafa áhyggjur. En ég er ekki rokkari. Ég er ekki á neinum lyfjum. Hef aldrei farið á Woodstock. Það eru engar grúppíur að væflast í kringum mig.

Og 3 ár bloggsins er búið.

Ég fór og skoðaði keppni véla og tækjadeildarinnar um daginn. Sá þar vélar og tæki og græjur og annað slíkt dót aka um og sækja bolta. Það var boðið upp á veitingar þar. Var að klára appelsínið sem ég fékk þar núna áðan. Með morgunmatnum.

Það var líka kaka, en ég var ekkert að laumast í burt með köku, hún hefði bara harðnað hjá mér. Er ekki viss um að það hefði verið mjög sniðugt. En þá hefði ég náttúrlega geta hent henni innum gluggann hjá nágrönnunum.

Var boðið í eittvað skrall á föstudaginn. Fann ekki búlluna sem það var haldið í svo ég sleppti því. Stjörnurnar voru ekki réttar eða eitthvað.

Foreldrar mínir eru enn harðákveðnir í að gefa mér of þröngar buxur held ég. Þarf að skoða það mál nánar. Mig skortir samt ekki buxur, vandinn er hvað ég á að gera við þessar auka...

***

Þetta er ekki undarlegt. Afhverju er þetta í blöðunum þá? Eru þessir hálfvitar virkilega hissa á að menn skuli aka hratt á breiðustu hraðbraut landsins? Hvað er að? Sáu menn þetta ekki fyrir?

Fífl.

Hvenær mun heimurinn fatta að fólk er ekki vélmenni sem hægt er að bara prógrammera til að hegða sér á hvern þann hátt sem talinn er góður af þeim litla hóp sem vill ráða því hvað telst gott og hvað ekki?

Svo ég svari þeirri spurningu: aldrei. Það verður alltaf sá hópur fólks sem telur "1984" vera einhverja útópíu sem á að stefna að.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli