sunnudagur, mars 11, 2007

Dagur 3 ár 4 (dagur 1098, færzla nr. 525):

http://b2.is/?sida=tengill&id=220677

Sjáið þetta. Hvað hefði gerst ef löggan hefði látið vera að elta þessa gaura? Þeir voru næstum því búnir að valda hörku árekstri þarna með því að stoppa á öfugum vegarhelming, tvisvar, og þá náttúrlega beygðu þessir bófar undan, og munaði litlu að þeir lentu á bíl sem var bara á ferð þarna í seinna skiftið.

Svo klesstu þeir aftaná einhvern.

Mig grunar að það hefði nú ekki verið minnst á þennan glannaskap í fjölmiðlum ef rallið hefði endað með að bófarnir keyrðu beint framan á þennan grá bíl. Ekki var neitt sagt þegar þeir keyrðu aftaná þennan pallbíl. Ætli löggan valdi svona löguðu oft?

Jamm. Einmitt þegar kaninn er að hætta þessu, þá byrjar íslenska löggan. Frábært. Ég sem hélt að hugmyndin væri að valda EKKI hættu í umferðinni? Það þurfti nokkur hundruð dauðsföll dreyfð yfir 40 ár til að kaninn hætt þessum stælum, kannski gildir það sama hér.

Það er ekki eins og þeir geti ekki bara gengið upp að þessum gaurum seinna. Ég meina, þetta eru alltaf sömu 50 mennirnir! Þeir útiloka bara þá sem eru ekki í steininum þá, og það eru einhverjir af hinum.

Jæja. Ekki komust þeir nú hratt. Rétt dóluðu þetta á mest 100, og það niður brekku. Þessi pallbíll var ekki gerður fyrir hraða, sýnist mér. Og engin umferð af viti. Ef þetta hefði gerst á milli 16:00-18:00, hefði þetta endað mjög snögglega í einhverri umferðarteppu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli