sunnudagur, mars 18, 2007

Dagur 10 ár 4 (dagur 1105, færzla nr. 528):

Bankaði uppá hjá Reyni í gær. Mér sýndist hann vera við. Var að spá í að ræða við hann, fara svo niður og borða kjúklingaáleggið sem ég átti síðan... einhverntíman. Var farinn að verða svolítið svangur eftir að hafa hangið yfir einhverju verkefni með einhverju fólki í um 3 klukkutíma, og svo hjálpað pabba að setja ísskáp uppá bíl og ná í hjólhýsi.

Ég held ég myndi frekar kjósa húsbíl - miklu minna vesen að flytja.

En hvað um það. Hjá Reyni var einhver kunningi hans sem þið þekkið örugglega ekki en ég hef hitt áður. Var sá ný-mættur á svæðið. Ég hafði varla sest niður þegar dyrabjallan glumdi, og annar kunningi Reynis kom í heimsókn.

Það var Portúgali, Georg að nafni, skilst mér.

Nú, við sátum þarna um stund, og ræddum um ísbirni. Þá mundi Reynir allt í einu eftir því að hann átti Krónhjört inn í ísskáp, sem hann hafði ekki komist í að snæða - og nú var þessi portúgali í heimsókn, sem er víst mikill listakokkur...

Hvað um það, Reynir fékk gæjann til að elda krónhjörtinn, og bauð einum til viðbótar - sá heitir Árni, og býr rétt hjá - er víst eitthvað skildur mér. Hann kom með flösku af víni, sem kom ágætlega út með þessu villidýri. Náunginn á víst gott safn heima hjá sér.

Það var svosem ágætt að fá að borða. Krónhjört? Það er ágætt kvikyndi á bragðið. Fínn laugardagsmatur. Rennur ágætlega niður með smá Baron de Ley.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli