miðvikudagur, mars 21, 2007

Dagur 13 ár 4 (dagur 1108, færzla nr. 530):

Ah...

Ég fékk miða frá skattinum í morgun. Jamm. Í morgun. Þar stóð allskonar drasl um hvernig ég gæti skoðað skattskýrzluna á netinu. Svo ég fór á netið og kíkti á þetta. Netið bauð mér að fylla út skattskýrzluna á netinu. Nennti því ekki, hugsaði að ég fengi eyðiblað með pósti á endanum.

Svo fór ég til ömmu, til að tala aðeins við hana, horfa á fréttir og svona - því hún býst jú við mér.

Þá heyri ég að það eigi að skila framtalinu í dag. Þá fyrst. Og ég er ekki búinn að fá neitt framtal í þessum skrifuðum orðum.

Svo ég stökk upp í bókhlöðu. Jújú, það er hægt að skila þessu öllu á netinu, segir netið. Svo ég geri tilraun til þess:

Tilraun 1: netið segir mér að það sé villa í framtalinu. Það mun vera rétt, en það mun að auki ekki vera fræðilegur möguleiki að leiðrétta það, svo ég hugsa: ég er að gera þetta vitlaust.

Tilraun 2: ég skoða netið betur og finn einfalt, aðeins of einfalt form sem ég get fyllt út. Svo ég geri það. Þá vill netið vita á hvaða reikning það getur sent mér endurgreiðzluna. Huh? Eithvað er ekki rétt, en til að vita hvað er á seyði næ ég í veflykilinn til að sjá hvað gerist.

Í millitíðinni lokar bókhlaðan - hún lokar sko 22:00. Svo ég skoða þetta í annarri tölvu... og sé ég þá ekki að ég var þarna næstum búinn að svíkja stórfé út úr ríkinu. Flott mál. Geri það næst. Flý svo úr landi. Til Mexíkó eða eitthvað.

Allavega þá komst ég að því að það er ekki vinnandi vegur að skila framtalinu á vefnum, svo ég prentaði þetta bara út og skutlaði því innum lúguna hjá þeim. get alltaf stolið af þeim pening á næsta ári.

Rafræn skil? Helvítis kjaftæði!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli