þriðjudagur, mars 13, 2007

Dagur 5 ár 4 (dagur 1100, færzla nr. 526):

Ég var að hlusta á einhvern gæja tjá sig um klámmyndir í útvarpinu um daginn. Hann laug því að hann hefði verið að stúdera fyrirbærið.

Þetta voru allt voða ofbeldisfullar klámmyndir sem hann var að horfa á. Allt. Undantekningarlaust. Voða kinký stöff greinilega.

Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki séð voða margar klámmyndir - og finnst hin týpíska íslenska kvikmynd bara yfirdrifið nógu klámfengin - man ekki til þess að hafa séð heila löggilta klámmynd reyndar. Man ekki eftir neinum ofbeldisverkum í því sem ég hef séð. Hlýt að hafa misst af þeim pörtum.

Ég hélt að það væri til klámmynd fyrir hverja perversjón; dýraklám, barnaklám, homma/lessuklám.... meira að segja tilfinningaklám - en það er aftur á móti alltaf sýnt í sjónvarpinu á prime-time.

Það er ég viss um að það er fullt af fólki þarna úti sem finnst klámið ekki fullkomnað fyrr en einhver er kýld/ur, en það geta varla verið allir, er það? Þá hlítur að vera tl slatti af mjög óofbeldisfullu klámi.

En að ætla að horfa á einungis klámmyndir þar sem verið er að stunda barsmíðar, og alhæfa út frá því um alla línuna... það er eins og að segja að allar teiknimyndir séu um Mikka mús.

Hvar var Mikki Mús í Fred Flintstone þáttunum?

Um daginn heyrði ég vísað til athyglisverðrar rannsóknar: fólk var látið horfa á 3 mismunandi senur í sjónvarpi, og atferli þess og líðan mælt á eftir. Þetta var eitt atriði með ofbeldi og líkamsmeiðingum, ástarsena, og eitthvað passíft stöff - alþingi eða dýralífsþáttur eða eitthvað ámóta.

Jújú - fólk mældist marktækt árásargjarnara og pirrað eftir að hafa horft á... ástarlíf. Hitt virkaði víst lítið til breytinga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli