Dagur 8 ár 4 (dagur 1103, færzla nr. 527):
Þetta er Mauser 98. Illugi á einn svona, fékk hann fyrir slikk einhversstaðar. Alveg hörkugræja, gæti hitt eitthvað með þessu. Nazistarnir voru með þetta út stríðið. Sem þýðir að það á að vera til slatti af þessu ennþá hér og þar.
Það er allt fullt af misvísandi merkingum útum allt: nazista lógó á öllu, og Júgóslava lógó hér og þar líka - þetta kom úr herfangi sem Júgarnir stálu af nazistum í heimstyrrjöldinni.
Við vorum um daginn að bera þennan riffil saman við annan riffil sem hann á, Mosin-Nagant. Það er smá munur: Mauserinn hittir það sem honum er miðað á, Mosin-Nagant hittir það ef það er lengst í fjarska, annars þarf að miða allnokkuð fyrir neðan skotmarkið.
Mosin-Nagant slær eins og .22. Mauser 98 slær eins og... ja, það kemur eitthvað högg sem maður verður aðeins var við. Við getum borið það saman við Tikka, sem slær nokkuð hressilega. Það venst samt.
Þetta er náttúrlega tækni síðan 1898, svo þetta er pínulítið flóknara allt en það þarf að vera - en það virkar fullkomlega ennþá. Svona rifflar hafa almennt ekkert breyst síðan 1950. Þá var bolta-mekanisminn fullkomnaður. Skotvopn hafa almennt ekkert þróast neitt mikið síðan þá. Enda svosem ekki mikið til að endurbæta. Svona eins og blýantar; þarf mikið að eiga við þá hönnun?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli