Dagur 70 ár 4 (dagur 1165, færzla nr. 549):
Þetta er orðið öðruvísi en í gamla daga.
Í gamla daga, allt þar til bara núna nýlega, eyddu bílar bara 10 lítrum á hvert tonn, á góðum degi. Sumir bílar undir 800 kílóum komust undir 5 á hundraðið, ekkert mál. '82 Ford Fiesta til dæmis, og Suzuki Alto. Alto með sjálfskiftingu mun hafa eytt um 10. Þessir bílar voru með low-tec blöndung.
Svo komu allar þessar öryggskröfur - uppúr 1990. Og farartækin þyngdust talsvert. Ég skora á ykkur að fynna bíl undir 800 kílóum núna. Það var allt fullt af þessu einusinni. Núna? 1100 kíló, lágmark. Meðal fólksbíll er um 1300 kíló. Til samanburðar, þá er 1988 Dodge Aries ekki nema 1050 kíló, það sama og 1985 Honda Accord, og Ford Taunus er jafnvel léttari. 1995 Corolla með aðeins 2 hurðum er 1050 kíló. Svei. Miklu minni bíll. Og 1975 Ford Torino er svona 1800-1900 kíló.
Ég vil kenna hraðari þróun um.
Bílvélar þróuðust svo andskoti hægt eitthvað framanaf öldinni. En samt ekki. Þetta dót var allt til strax árið 1930, það var bara ekki notað því það var svo dýrt - svona eins og yfirlyggjandi knastásar og hvað þetta nú allt heitir. Extra ventlar... blah bla bla.
Það voru blöndungar í bílum allt fram til 1990, þó beinar innspýtingar hefðu verið fundnar upp fyrir 1960. 230 Bens vélin er að megninu til frá því 1930.
Kaninn var mjög aktívur í vélunum eftir stríð. Hann var aðallega í því að gera þær stærri og öflugri. Hvað þaær eyddu skifti minna máli. Þess vegna voru á mörgum þeirra 4 hólfa blöndungar, stundum tveir, og hemi heddarar, jafnvel forþjöppur. Sem er allt gott og blessað ef maður vill bíl sem nær 250 km hraða á svona 10 sekúndum, en eyður allt að 100 á hundraðið á meðan.
Venjulegur amerískur bíll, til dæmis svona Tórínó, var að eyða alveg vel 25 á hundraðið. Svoleiðis bíll var kannski með 302 eða 351 Windsor eða 429 V-8. 7 lítra mótor. Með þannig vél gat maður séð bensínmælinn fikra sig niður ef maður gaf hraustlega í.
1975-6 Ford Torino
Núna? Volvo XC90 er meira en 250 kílóum þyngri, en eyðir samt minna. Að vísu á langkeyrzlu, en samt... talaði við gæja um daginn sem kom akandi á Lincoln navigator. Sá sagði að bíllinn eyddi þetta 15 á hundraðið hjá sér.
Þetta er 1975 Ford Tórínó. Sorrý, nútíma ökutæki eru bara ekki fyrir augað.
Svo það hefur einhversstaðar orðið gífurleg framför, sem er eins gott, því djöf... druslurnar eru að safna spiki á undraverðum hraða. 2.3 tonn? Þetta er allt hljóðeinangrun. Í raun er bíllinn bara 1 tonn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli