föstudagur, maí 04, 2007

Dagur 58 ár 4 (dagur 1153, færzla nr. 545):

Próf í gær. Ekkert að frétta af því. 60%, skilst mér. Eh. Ég fékk gott úr öllu hinu, þannig ég þarf bara að fá 5. Það eru svona 50% líkur á því. Ég er 100% örugglega með hærra en 1. Ég vissi nefnilega örugglega svarið við 6 af 60 spurningum. Held ég.

Ef ekki... ja, þá hef ég eitthvað að dunda mér við á næsta ári.

***

Svo er það sumarvinnan. Ég ætti kannski að kíkja á Eimskip, og tékka hvort ég get ekki fengið vaktir á þeim dögum sem ég verð ekki á vellinum?

Í kína er hægt að fá vinnu við auglýsingar - hér til hliðar er einmitt mynd af nokkrum kínverskum stelpum að auglýsa sápu. Þeir gera þetta pínu öðruvísi þar. Auglýsa hlutina eins og hugmyndin var að þeir væru notaðir. Sem fær mig til að velta fyrir mér hvernig kínverskar dömubindaauglýsingar eru...

Hvað um það. Sumarið er á leiðinni, ef ekki hreinlega komið. Og þá mun verða sól, og veður og... fyllerí... og kappakstur, og fullt af öðrum hlutum. Alltaf þegar skólinn er búinn, um, leið og sólin er komin á loft, fer fólk út að keyra. Liðið er ekkert búið að sletta úr klaufunum í allan vetur. Annað hvort stendur það bílana flata, eða það fer niður í bæ og lemur einhvern.

Það er sumar, tími fyrir útivist. Í vetur héldu menn sig heima til að berja á hvor öðrum innan dyra.

Það er kominn tími til að fara út, og þenja drusluna. Til þess voru þær keyptar. Nema liðið sem fékk sér Landcrusher. Það þarf að þenja þær druslur bara til að vera ekki hreinlega fyrir.

Eða ertu kannski sammála umferðarstofu/ráði/stofnun?

Ókey. Ég skal segja eitthvað sem þér geðjast þá:

Ef þú ekur of hratt muntu deyja. Börnin þín munu fá krabbamein og deyja. Litlir sætir páskaungar munu deyja. Deyja deyja deyja. Því þú keyrir of hratt. Krabbamein segi ég! Dauði dauði dauði. Og MS og kólera og AIDS, þetta mun allt spretta upp úr jörðinni og láta ykkur öll rotna að innan.

Nema þið séuð kjur. Þá muniði ekki deyja. Því hraði drepur! Verið kjur. Verið heima hjá ykkur.

Annars deyr þetta loðna dýr:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli