mánudagur, maí 07, 2007

Dagur 61 ár 4 (dagur 1156, færzla nr. 546):

Frakkar kusu um daginn yfir sig mann sem er 165 cm á hæð. Samkvæmt fréttum. Jamm. Þá veit maður það. Frakkar hafa góða reynzlu af lágvöxnum þjóðarleiðtogum. Napóleon var ekki nema 82 cm, og hans er enn minnst út um allan heim.

Sem mynnir mig á það, að lágvaxnir höfðingjar hafa of lent í vandræðum eftir að hafa gert innrás í Rússland. Vonandi gerir þessi Sarkósí ekkert slíkt.

Af innlendri pólitík er það að frétta að hún er jafn spillt og venjulega. Þetta ríkisfangsmál er svo augljóslega eitthvað málum blandið að það er kvalafullt að fylgjast með því, og þetta löggudæmi... auglýstu þeir virkilega í lögbirtingu daginn sem fresturinn rann út, og létu gott heita? Og svaraði Rétti maðurinn? Vona ekki. Það yrði miklu fyndnara ef það væri einhver allt annar.

"*Sigh*, við vorum nú eiginlega að vonast til að ráða Togga, en... fyrst þú ert sá eini sem sóttir um..."

Efast um það, samt.

***

Bremsurnar í Kangónum eru að fara. Ég heyri hljóðið sem kemur þegar klossarnir eru horfnir, og málmur nuddast við málm. Jæja... það gæti verið verra. Síðasta sumar brotnuðu bremsurnar af einum af þessum bílum. Það var... áhugavert. Ég lenti ekki í því. Það er samt afar áhugaverð tilfinning, veit ég, að lenda í því að bremsurnar hætti að virka. Hef lent í því. Leið bara mjög vel á eftir.

***

Ég er svolítið syfjaður. Kannski ætti ég að hringja í sjúkrabíl?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli