miðvikudagur, maí 30, 2007

Dagur 84 ár 4 (dagur 1179, færzla nr. 552):

Það er furðu lítið á seyði. Maður bara vaknar, fær sér morgunmat og fer svo og... annaðhvort í vinnu eða að horfa á sjónvarpið. Eða út með hundinn. Sjá dýrið hafa uppi á öllum stöðum á leiðinni sem eitthvað/einhver hefur kastað af sér vatni. Ég þarf ekki þær upplýsingar.

Þá er hægt að lesa fréttir: flest umferðaróhöpp á Reykjanesbraut. Og? Næstflest eru á Miklubraut. Hef ég ljósin þar grunuð, en ég held að hraðakstri verði kennt um. Hraðakstri er kennt um allt. Allt frá Kvefi til Hiroshima & Nagasaki.

Éttu úldinn hund, kona... stórfrétt auðvitað.

Og Eimskip er stærst sinnar tegundar í heiminum. Ísland, best í heimi.

Allt sem ríkið potast ekki í vex og dafnar, og öfugt. Það sem ríkið potast í og vex, vex á sama hátt og krabbamein: það stækkar, en enginn kærir sig um það af sömu ástæðu og enginn vill krabbamein: það veldur erfiðleikum, þröngvar sér inna svið þar sem það á ekkert heima.

Jæja.

Skriðdrekar til sölu. Gaman. Væri alveg til í einn. Góður á rjúpu og sel. 7.62 cal byssuna notar maður á rjúpuna, 105 mm hólkurinn nýtist á sel. Vegur um 18 tonn. Það er ekkert. Rétt örfáum tonnum þyngri en vinsælasti jeppi á íslandi, og sá er ekki með skriðbelti. Að auki nær hann ekki nema 68 km hraða, sem þýðir að löggan mun aldrei freistast til að sekta þig, jafnvel ekki úti á þjóðvegi.

Allir þurfa einn, held ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli