föstudagur, maí 11, 2007

Dagur 65 ár 4 (dagur 1160, færzla nr. 547):

Rölti niður í bæ til að sjá risaskessuna. Eða hvað sem þeir kalla þetta. Heimsins stærstu strengjabrúðu. Það var fullt af áhugaverðum bílhræjum á leiðinni. Ég veit ekki hvar þeir hafa fundið svo marga bíla með skoðunarmiða síðan '04.

Og hvernig þeir stóðu að þessu með strætó... það var afar tilkomumikið.

Svo rölti ég upp laugarveginn - eða niður laugarveginn. Ég fór einhverja krókaleið upp að Hallgrímskirkju allavega til að skoða þetta risadýr þarna. Hitti á leiðinni niður nokkra furðufugla vafða inn í álpappír. Þeir höfðu hátt. Hef ég þá grunaða um fyllerí.

Fékk líka pylsu. Sem var ágætt, því ég var svangur. Kosningar eru svo sniðugar þannig. Þetta er samt fyrsti maturinn sem ég fæ alla baráttuna.

Ég er búinn að kjósa. En þú?

***

Mynd vikunnar:



Mynnir svolítið á plötuumslagið á Nevermind með Nirvana...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli