laugardagur, maí 26, 2007

Dagur 80 ár 4 (dagur 1175, færzla nr. 551):

Í dag var góður dagur til að fara með hundinn niður í fjöru og leyfa honum að baða sig upp úr grút. Því hundum finnst það svo gott.

Eitthvað er nú kvikyndið samt orðið slappt eitthvað. Nennir varla að hlaupa á eftir köttum lengur. Slen, held ég, eða elli. Dýrið er jú 12 ára. Sem er eins og hvað? Ég veit ekkert hvernig þessi hundaár eru útreiknuð. Sennilega há elli. 250 ár eða eitthvað.

Kannski þarf að þvo hundinn á eftir. Er ekki aleg viss um hvernig á að gera það - seinast henti ég dýrinum bara í baðið, smúlaði það, setti á það sjampó og hárnæringu og skolaði svo vel. Læt einhvern annan stressa sig á því, held ég.

Hvað annað á svosem að gera en að labba með hundinn?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli