mánudagur, maí 05, 2008

Dagur 62 ár 4 (dagur 1522, færzla nr. 679):

Mynd vikunnar:



Og þá að allt öðru:

Tími til að hæðast meira að Reva bílnum. Vegna þess að það er farið að selja *góðan* rafbíl.

Hagkvæmnin er nefnilega engin með þessum Rafbíl:

Reva bíllinn kostar ca 2 milljónir. Meira með Dísel-miðstöð. (???)
Citroen C1/Toyota Aygo/Peugeot 107 kosta milli 1.660.000 - 1.720.000.

Munurinn er: 280.000 - 340.000. Það er hægt að fá slatta af bensíni fyrir það. 2.266 lítra, segir vasareiknirinn mér, miðað við verðlag núna. Það er hægt að keyra C1 ansi langt á því, enda eyðir sá bíll vel undir 8 á hundraðið innanbæjar. Það væri jafnvel hægt að keyra í 2-3 ár fyrir þennan pening, ef maður ekur ekkert of langt á dag.

Viðhald:

Rafmótorinn er ekki líklegur til að bila nokkurntíma. Né sé ég frammá að það þurfi mikið að smyrja þetta apparat. Auk þess er hann að miklu leiti úr plasti, svo ryð verður ekki vandamál.

Bensínvélar bila voða lítið núorðið, og PSA mótorinn í C1 er nokkuð góður. Ryð verður líka minna og minna vandamál með tímanum. Það er ekki fyrr en bílar eru beinlínis að gefa upp öndina að það fer að sjá á þeim núorðið.

En: Reva þarf nýjan rafgeynmi á 3 ára fresti. Rafgeymarnir kosta skilst mér aðeins meira en 100.000. Sem gerir lítið úr bensínsparnaði.

Að vísu held ég því enn fram að þetta sé ideal bíll til að vera á í Eyjum. Nema þetta með rafgeymana. Það þarf að redda endingarbetri geymum. Mér skilst að Nikkel kadmíum geymar enduist í kringum 10 ár. Ég leyfi mér að efast um að Reva endist mikið lengur en það, svo með slíkum geymum væri bíllinn heilt unit.

Einhver segi indverjunum þetta.

Öryggi:



Ái.



Ái aftur - en þú munt nást úr bílnum sem ein eining.

Eins og ég sagði: þessi Reva bíll væri fínn í Eyjum. Ég meina, hve hratt ekur maður venjulega þar? Og þeir sem eru að keyra hratt, hverju aka þeir? Ekki Reva, það er ljóst.

Að því, ef það fara að verða margir svona Reva bílar í Eyjum - væru hraðakstursmenn þá til í að glannast uppi á hrauni, eða einhverjum öðrum stöðum þar sem litlar líkur eru á að rakast á einn af þessum bílum?

Hvað um það:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli