fimmtudagur, maí 29, 2008

Dagur 86 ár 4 (dagur 1546, færzla nr. 687):

Nú segja þeir að húsnæðisverð í Borg Óttans sé að lækka. Sem er gott, það var, og er reyndar enn of hátt.

En auðvitað er til viss hópur sem fer í fílu út af því: braskarar og fasteignasalar.

Þegar allt var að hækka, vegna þess að fólk virðist upp til hópa hafa sturlast, þá gerðust svo margir fasteignasalar. Nú, þegar þeir eru farnir að tapa, vegna þess að svo lítið selst, aðallega vegna þess að enginn hefur efni á þessu, eða hefur efni en vill stærra og er ekki til í að borga einbýlishúsaverð fyrir kústaskáp - þó sá skápur sé í vogunum, þá eru þeir ekki sáttir. Og þeir æða í fjölmiðla og barma sér, segja að himnarnir séu að hrynja.

Og hvað gerir maður þegar himnarnir taka upp á því að hrynja? Nú, samkvæmt þeim sem eru alltaf að tjá sig í fjölmiðlum eru þrjár lausnir á því vandamáli: að hækka vextina, að taka upp evru og að ganga í EB.

En það er einmitt lausn allra sem birtast í fjölmiðlum á öllu.

***

Á Akranesi var svo verið að taka við einhverju palestínufólki. Það fór í húsnæði sem búið var að lofa öðru fólki. Hvernig líst þeim á það, sem eru kannski búnir að vera á biðlista í ár, að einhverjir eru fluttir inn frá útlöndum til að vera á undan þeim á biðlistanum?

Allt er þetta eitthvert stönt hjá Ríkinu til að sýna að við eigum heima í Öryggisráðinu.

Það tekur enginn eftir þessum augljósu vanköntum á málinu. Neibb.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli