mánudagur, maí 12, 2008

Dagur 69 ár 4 (dagur 1529, færzla nr. 682):

Um daginn heyrði ég í fréttum að einn trukkur eyddi upp veginum eins og 9.000 venjulegir fólksbílar. Og hvað er skilgreint sem venjulegur fólksbíll af þeim sem mæla slíka hluti? Jú, venjulegur fólksbíll er 1800 kíló.

Hverskonar bíll er 1800 kíló?



Toyota Avensis 2008 módel er 1280-1350 kíló. Ég sem hélt að sá bíll væri nokkuð normal. Greinilega ekki. Mælingamenn eru ekki á því að menn aki um á svona smábílum. Jafnvel með ökumanni væri bíllinn undir 1400 kílóum. Cherokee er undir 1400 kílóum.

Svo við skulum leita betur:



1975 módel AMC Matador með 360 V-8 er svona 1650-1700 kíló.



1968 Ford Torino er eitthvað svipað. svona 1600 kíló.



1985 Chevy Caprice ar 1750 kiló.

Hmm...



Ah! Cadillac Fleetwood Brougham! 1928 kíló! Það myndi vera alveg fullkomlega venjulegur bíll þá?

Eða þessi: Bens 500 4matic?



Nei. það er ekkert normalt við þennan bíl, þó hann sé vissulega 1800 kíló. Það framleiðir enginn venjulega bíla lengur sem eru 1800 kíló. Ég veit reyndar ekki til þess að það hafi nokkurntíma verið gert. Þegar bíllinn er kominn eitthvað yfir 1500 kíló er hann orðinn nokkuð afbrigðilegur, jafnvel nú, með öllum þessum veltigrindum og satt-nöfum og kolefnisjöfnurum og öðru tilgangsalausu drasli sem þjónar ekki þeim tilgangi að annað hvort hreyfa bílinn eða fokking lúkka.

Meira að segja venjulegur amerískur bílll er ekkert svona þungur: Ford Taurus 2008 vegur 1650 kíló, 5 til eða frá.

Nei. Á hvaða plánetu eru þessir pjakkar eiginlega? Og hverskyns bílum keyra þeir þar? Lincoln Town Car?

1800 kíló?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli