Dagur 75 ár 4 (dagur 1535, færzla nr. 684):
Daginn áður en ég fór af stað, benti einn vinnufélaginn mér á að glápa á einhverjar teiknimyndir. Gaf mér linka inn á svæði þar sem þær væri að finna.
Ég vissi svosem fyrir að þetta anime-stöff væri skrítið. Og að miklu leiti slæmt, sbr Pokemon, og þessir ferlegu júgó-ó, eða hvaðettanúheitir. Ekkern nema litlir kallar með stóra hausa og ennþá stærri hárgreiðzlur að æpa á hvern annan og kasta rottum.
Svo var fótboltaþátturinn þarna, þar sem völlurinn var svo stór að markið var handan sjóndeildarhringsins, og það tók 4 mánuði að hlaupa þangað. Á meðan það stóð yfir varð allt fjólublátt. Og þetta var sýnt in real time. Fokking langur þáttur þar á ferð.
Ekki mjög aðlaðandi.
Eða þú gætir skoðað Afro Samurai. Sem fjallar um mann sem er að leita að hárbandi. Því hann er með mjög stórt hár. Og það eru miðaldir, en samt er fullt af vélmennum hlaupandu um. Og gott GSM samband allstaðar. Þetta eru blóðugustu teiknimyndaþættir sem ég hef séð. Og blóðugustu sjónvarpsþættirnir...
Og allan tímann er ekki einni einustu rottu kastað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli