fimmtudagur, maí 15, 2008

Dagur 72 ár 4 (dagur 1532, færzla nr. 683):

Á leið til eyja aftur. Sem er ágætt. Og hvað geri ég þar?

***

Var að prófa einn af nýju bílunum. Fólksvagen... eitthvað. Stór bíll. Jafn stór og Transit, bara, ja, betur smíðaður. Og allt er lítillega betur staðsett. Það var svosem ekkert voða rétt staðsett í Transit.

Það voru þægilegri sæti, engar beyglur á toppnum, ekkert salat í geymsluhólfinu í hurðinni, lágværari vél, útvarp sem virkar, gírkassi sem virkar - með 6 gírum - svipaðir aksturseiginleikar. Transit hefur mjög góða aksturseiginleika reyndar. Liggur eins og klessa. Ef ég væri ekki með allt þetta dót afturí alltaf myndi ég ekkert vera að hægja á mér fyrir beygjur.

Já. Ef það verður ekki búið að skemma gírkassann þegar ég kem aftur í haust, þá er þetta betri bíll. Þessi 3-4 ára prammi sem ég hef verið að keyra er að molna í sundur.

Það þarf að venjast gírkassanum, og maður sér ekki jafn vel út, en það jafnar sig allt.

Djöfull er þetta líka hár bíll. Maður þarf að klifra upp í hann.



Skárri en Transit.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli