miðvikudagur, maí 21, 2008

Dagur 78 ár 4 (dagur 1538, færzla nr. 685):

Það er búið að smíða ógurleg bákn víðast hvar um eyjuna. Eitthvaðstórt grátt úti á eiði. Það lítur út eins og eitt af þessum nýju einbýlishúsum sem eru svo vinsæl í Borg Óttans.

Svo eru þessir rauðu tankar. Hvað á að vera í þeim? Bjór, vona ég. Ekki veitti af.

Og svo er þessi kassi við Fótó, móti Lanternu og Sparisjóðnum. Þeir eru ekki búnir með þakið ennþá. Kannske verður fjórða hæðin. Eða turn. Hvernig væri það? Eða svona gróðurhús eins og ofaná Drífanda?

***

Allir virðast vilja taka upp evru nú til dags, eða ganga í EB, eða bæði helst. Og ég hef verið að hugsa: er það það eina sem hægt er að ganga í? EB?

Nei, ég held að það sé hægt að ganga í fullt af öðrum samböndum.

Við gætum til dæmis gengið í USA. Við gætum verið nýtt fylki, eða verið bara hluti af öðru. Einhver stakk upp á Nevada. Ég hugsa að nærtækara væri að gerast partur af einhverju sem er nær, til dæmis Nýja England eða Vermont.

Það er miklu betra en EB. Miklu frjálsari efnahagur, lægri skattar og allt. Ódýrara bensín... Auðvitað eru fórnir - til dæmis eru PC rugludallarnir þar jafnvel öflugri en PC rugludallarnir hér. Það er einhver hernaður í gangi í mið-austurlöndum sem kostar morð fjár - ekki eins mikið og öll þessi sendiráð sem við rekum, en alveg nóg fyrir því. Það gæti myndast svertingjahverfi, þangað sem allir atvinnuleysingjar landsins flytja, öryrkjar og slíkt lið, og verður terroriserað stanslaust af gengjum. Og Olíufélögin færu öll á hausinn þegar þau gætu ekki stöðvað þau amerísku. Jafnvel Bónus fengi samkeppni. Sem væri ekki svo slæmt.

Matur er ódýrari í USA en í EB.

Plúsarnir yrðu að þá væri hægt að starfrækja svona drive through áfengisbúð, hægt væri að kaupa haglabyssu í Nóatúni og ammó í Bónus. Dollarinn fer lækkandi, sem er bara gott fyrir útflutning.

Eða, við gætum sótt um aðild að Argentínu - datt mér í hug. Þá þurfum við ekkert landbúnað. Argentínumenn offramleiða hágæða nautakjöt, sem við gætum fengið margfalt ódýrara en við fáum nú. Argentínumenn framleiða líka bíla, skilst mér. Gott ef þeir ganga ekki á brennivíni. Það gæti minnkað viðskiftahallann nokkuð.

Hvað sem menn ganga í, þá held ég að ef við göngum til liðs við eitthvað af þessu, hvort sem það er Nevada, EB eða Argentína, þá samtímis leggjum við Alþingi af. Því hvað á það að gera ef landinu er stjórnað að utan? Ekkert! Þeir geta bara flutt inn í negrahverfið og látið skjóta á sig, enda víst yfirlístir öryrkjar fyrir ofan háls, allt saman.

Raunhæfast, samt, miðað við hlutina eins og þeir eru, væri Ríkisstjórnin alveg til í að ganga til liðs við Lýbíu, N-Kóreu og Búrma. Akkúrat það sem þeir vilja vera.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli