Dagur 294 ár 4 (dagur 1754, færzla nr. 745):
Jólarásin byrjaði nú um daginn, loksins. Því miður spiluðu þeir aðallega jólalög. Jæja...
Þeir virðast heldur ekki kunna almennilega á tækin. Hún var töluvert lægra stillt en allar hinar rásirnar, til dæmis. Svo þegar þeir tala, þá er hljóðmunurinn á milli mælenda þvílíkur að vonlaust er á að hlusta:
"Þetta er Jólarásin!"
"Ég er Siggi og þetta er Toggi."
"Við ætlum að spila tónlist."
"Og gera símaat."
"Símaat!"
"En fyrst tónlist!"
***
Um daginn var svo setið að sumbli. Reyndar ekki það mikið - bjórinn fór samt undra-illa í mig. Carlsberg sko, hugsanlega versti bjór í heimi. Veldur strax klígju.
Ég drakk ekki nóg til að verða þunnir, en varð samt veikur af þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli