Dagur 299 ár 4 (dagur 1759, færzla nr. 748):
Annáll ársins, þriðji hluti:
Á árinu komst ég að því að ég hef betra eignasafn en bankarnir.
Þannig er, að síðan þeir voru einkavæddir (seldir til aðila sem voru þóknanlegir Ríkinu þá), þá hafa þeir gert lítið annað en að safna skuldum. Svo kom kreppa, og þeir neyddust til að lifa af milli lána.
Flott múv, það. Og það versnar, því þeir (amk Glitnir) stunduðu það að auka eigin virði með svikum. Það er rétta orðið yfir það. Ekki þekki ég fjármálarétt á landinu, en í öllum löndum er það sem þarna var stundað kol-ólöglegt, og mega menn búast við 15 ára fangelsi fyrir svona lagað.
Hér? Pass.
Það var bara ekkert skrítið þegar Davíð neitaði að lána þeim þegar þeir báðu um það. Sú neitun fer í sögubækurnar sem það eina sem Davíð gerði sem seðlabankastjóri og var ekki mistök.
Þeir hefðu átt að taka fyrirtækið til gjaldþrotaskifta. Að þjóðnýta það voru mistök áratugarins.
Þeir þarna tres locos í Seðlabankanum höfðu fram að hruninu unnið leynt og ljóst að óæskilegum flutningi fjármagns frá útlöndum til Íslands. Það var gert svona:
Vextirnir voru hækkaðir svo mikið að fólk fór að taka lán í útlöndum.
Ef peningar hefðu verið að streyma til landsins á annan hátt, til dæmis með fjárfestingum í íslenskum fyrirtækjum, þá væri þetta ekkert mál, en nei...
Og pakkið sem á að vera að stjórna, mér er ekki ljóst almennilega hvað það var eiginlega að gera. Þeir keppast við að segjast hafa séð þetta allt fyrir. En þeir gerðu ekkert. Hver átti að gera eitthvað? Ég?
Steingrímur J segist hafa séð þetta fyrir. (Hann er að vísu eins og maður sem fer inn á krabbameinsdeild og segir við alla: "þið munið deyja!" Svo deyr einhver. Þá segir hann: "Ég sá þetta fyrir!" Eða svona gaur sem kemur til manns um hásumar og vælir allan tímann: "Veturinn verður harður!!!") Maður er alveg tilbúinn að fyrirgefa honum að hafa ekkert gert, því illu heilli var hann ekkert við völd. Hann hefði sett okkur á hausinn einhvernvegin allt öðruvísi. Allt hitt liðið... Imba Solla til dæmis, segist orðrétt hafa séð þetta allt fyrir. Nú, hún var í stjórn. Og hvaða not voru af henni?
Hey, þetta hefði allt farið á hausinn, en þökk sé þessum Ríkis-spekingum, þá fara allir í landinu meira og minna á hausinn með bönkunum, alveg að óþörfu.
Og svo byrjar þetta lið að berjast við verðbólgu? Hvernig? Jú, með því að auka hana! Hálfvitar. Allt saman. Gera þessir asnar sér ekki grein fyrir því að allar skattahækkanir fara út í verðlag?
Greinilega ekki.
Og það hafa orðið þau langvinnustu mótmæli sem ég veit um. Að vísu eru Hörður torfa leiðinlegur til lengdar, og þessir komma vinir hans gera sér ekkert grein fyrir að mjög stór hluti mótmælenda er ekkert kommúnistar. Lausnin á núverandi vanda er nefnilega ekkert form af sósíalsima. Þver-öfugt, reyndar. Það þarf að vera atvinnu-kvetjandi!
Fólkið vill fá að njóta ávinningsins af eigin vinnu, ekki að einhver latur lúði úti í bæ njóti hans.
Bankamennirnir okkar hafa orðið uppvísir af einhverju sem mig grunar að séu lögbrot. Kvíabryggja bíður. Pólitíkusarnir hafa orðið uppvísir af einhverju loafi þegar þeir áttu að vera að vinna. Þá á að reka hið fyrsta, og fá einhverja allt aðra. Til dæmis væri hægt að taka fólk af handahófi úr Kringlunni. Það væri ekkert verra.
Ríkinu er ekki treystandi til að stjórna landinu. Við hverju er að búast af liði sem getur ekki sett lög sem hægt er að fara eftir? Hvað þá veitt einn Ísbjörn lifandi?
Skemmtið ykkur á næsta ári. Flytjið til Egilsstaða, nú, eða Noregs, það ku vera vinsælt núna. Og hér í Eyjum er lítil kreppa. Það er helst að Herjólfur virðist vera að detta í sundur, sem er pirrandi. Það væri atvinnuskapandi að smíða annan hér á landi.
Gerið það. Núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli