föstudagur, desember 26, 2008

Dagur 297 ár 4 (dagur 1757, færzla nr. 746):

Annáll ársins, fyrsti hluti:



Við munum eftir þessum. Og upphaf mótmælanna var svona:



Þegar vörubílarnir óku inn á veg gerðist... ekkert. Einhver þurfti að beygja frá. Ég hef lent í verra. Kunningi minn varð fyrir því að keyrt var á hann einu sinni, af manni sem var að fara yfir á rauðu. Og stakk svo af.

Þeir voru að mótmæla því að Ríkið ákvað að setja á þá lög sem þeir gátu ekki farið eftir, og sekta þá svo.

Hugsum okkur eitt augnablik hvernig það hefði verið ef þeir hefðu bara farið eftir lögunum, og ekki sagt neitt:

Vörubílar stopp úti á miðjum þjóðvegum. Hér og þar. Vörubílar teppandi stór svæði á bensínstöðvum, öllum til ama.

Það var nefnilega málið. Ríkið setti bara á þá lög, en gerði ekkert ráð fyrir að farið yrði eftir þeim. Það voru tvær lausnir: Ríkið gæti sleppt því að setja lög sem ekki er unnt að verða við, eða Ríkið getur gert mögulegt að fara að lögum. Í þessu tilfelli gerði Ríkið hvorugt, og því urðu skemmtilegustu mótmæli sem hafa verið stunduð á landinu til þessa.

Ríkinu hefur svosem aldrei verið treystandi til þess að setja lög.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli