mánudagur, desember 29, 2008

Dagur 300 ár 4 (dagur 1760, færzla nr. 749):

Annáll ársins, fjórði hluti:

Í ár varð smá jarðskjálfti sem nokkuð gaman var hægt að hafa af.



Það hrundi smá úr fjöllum að vanda.

Og hvað gerir maður svo þegar maður vill athuga hvort maður fann fyrir suðurlandsskjálftanum eða einhverju öðru og minna?

Maður kveikir á útvarpinu og stillir á Bylgjuna, auðvitað. Eða skoðar hvort eitthvað er um málið á Stöð 2. Jafnvel skjár 1 eða FM 957 eru vænlegri til árangurs en RÚV.

Töff skjálfti. Eru þá 8 ár í þann næsta?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli